Réttur


Réttur - 01.04.1971, Síða 5

Réttur - 01.04.1971, Síða 5
áhuga á því að stækka landhelgina; keppi- keflið væri að koma á deilum milli Islands og Atlanzhafsbandalagsins. Fróðlegt er að rifja nú upp nokkur blaðaummæli sem þá birtust. Vísir sagði í forustugrein 29da apríl 1958 um stækkun landhelginnar í 12 mílur: ,.Kommúnistar munu sem sé ætla að leggja til, að Islendingar steypi sér út í ævintýri á sviði landbelgismálanna, sem geti orðið mjog hcettulegt. Menn skulu vita það að á næsm vikum munu kommúnistar gerast talsmenn / þeirrar stefnu, að Islendingum sé allt fært í landhelgismálinu, án þess að hirða um það hvort þjóðin telur skref kommúnista hyggi- legt eða líklegt til sigurs. Menn verða að muna, þegar kommúnistar tala og reyna að telja mönnum trú um, að þeir séu ættjarðir- vinir og hafi einungis hagsmuni Islendinga í huga, að þeir eru einkavinir, skólabrœður og félagar Kadars hins ungverska og annarm þvílíkra griðníðinga og svikara. Þeir gerast œvinlega svikarar, ef þeir fá fyrirmœli um það austan úr Moskvu, og þeir setja aldrei hagsmuni Islendinga ofar ef þeir vita, að hagsmunir heimskommúnismans fara í bága við íslenzka hagsmuni.” Með þvílíkum munnsöfnuði og þvílíku hugarfari snerust málgögn Sjálfstæðisflokks- ins gegn stækkun landhelginnar í 12 mílur. Svo að annað dæmi sé tekið. komst Alþýðu- blaðið svo að orði 28da maí 1958 — eftir að þó var búið að beygja ráðherra Alþýðu- flokksins: „Þjóðin hefur verið áhorfandi nú um skeið að einum hinum Ijótasta leik sem nokkru sinni hefur farið fram á íslenzkum stjórn- málavettvangi. Þennan leik hefur verið hægt að leika af þeirri ástæðu einni að kommún- istar hafa verið leiddir til sætis í ríkisstjórn Islands. Hann hefði ekki átt sér stað ef þeir hefðu ekki setið þar. Þetta hefur gerzt: Kommúnistar hafa haft tvær línur til að fara eftir: Að vinna af öllum mætti að því að slíta Island úr tengslum við vestrœnar þjóðir, að sprengja samv'mnu lslendinga við þær. Þess vegna skyldu þeir vinna að því öllum árum að gera k.röfur lslendinga í landhelgismál- inu sem fjarlœgastar vilja og áliti þeirra — og framar öllu öðru, ef íslendingar yrðu sam- mála um fyllstu kröfur, að framkvæmd þeirra og framsetning yrði sem bolalegust ... Jafnframt settu þeir fram kröfur urn framsetningu á viljayfirlýsingu íslendinga í landhelgismálinu, sem fyrst og fremst voru miðaðar við það að móðga á hinn frekleg- asta hátt þær þjóðir sem við deildum við ttm þessi mál.” Vissulega er það rétt hjá Alþýðublaðinu að landhelgin hefði ekki verið stækkuð í 12 mílur ef „kommúnistar" hefðu ekki farið með sjávarútvegsmál í ríkisstjórninni. Hitt er ekki síður fróðlegt að enn bergmála sömu ofstækisfullu röksemdirnar. Emil Jónsson hefur lýst yfir því að tillagan um stækkun fiskveiðilögsögunnar í 50 mílur sé „siðlaus ævintýrapólitík í utanríkismálum",og mál- gagn hans hefur talað um „fruntaskap" og „dónaskap" í garð voldugra vinaþjóða. Þeir menn sem þannig hugsa og tala líta ekki fyrst og fremst á sig sem íslendinga heldur hluta af stærri heild. ÁTTI AÐ VERA ENDANLEG LAUSN Þannig var það umhyggian fyrir Atlanz- hafsbandalaginu og voldugum vinaþjóðum sem réð úrslitum um raunveruleg viðhorf ráðamanna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins til landhelgismálsins 1958. Þeir vildu vissulega hafa landhelgina „sem stærsta" en þó ekki stærri en svo að Bretar gætu fallizt á hana. Og nákvæmlega sama viðhorf réð úrslitum þegar nauðungarsamn- ingarnir voru gerðir 1961. Þá skuldbundu 61

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.