Réttur


Réttur - 01.04.1971, Side 12

Réttur - 01.04.1971, Side 12
komin að henni að taka til við háskólanám, það tekst ekki hún nær aldrei svo langt að geta lokið því. Eiginmaðurinn, sem er á kafi í viðskipta- lífinu, getur ekki vikið af áríðandi fundi til þess að fara heim og sinna börnunum svo að eiginkonan, móðirin komist niður á safn að lesa. Varðandi gæzlu barnanna eru þeim flestar bjargir bannaðar, því að dagvistar- stofnanir eru þeim harðlokaðar. Engum getur dulizt, hve því fer víðs fjarri, að réttur giftrar konu og móður til náms og sjálfstæðrar atvinnu, sé viðurkenndur af sam- félagsins hálfu. Það er ekki gert ráð fyrir henni sem virkum þióðfélagsþegni. Þetta leikrit sýnir einmitt áþreifanlega margar þær hindranir, sem mæta henni, er hún ætlar sér að brjótast út fyrir það svið, sem gamlar sið- venjur og staðnaðir heimilis- og samfélags- hættir beina henni inn á. Þetta verk myndi kallast heimildarleikrit og innan þess ramma, sem slík verk falla undir, sýnir höfundur, að hún kann þar til verka og veit mætavel hvað hún hefur í höndum. Allt er vandlega hugsað. Hún bregður unp sviomyndum af vissri arburðarás og sýnir hana utan frá. ef svo mætti segja, en forðast hins vegar að fara út í frekari greiningu á persónunum. Hér er ekki um persónusköpun að ræða. Svava gætir l>ess vel að vekia engin þau viðbrönð, sem leitt cætu til tilfinningabund- innar afstöðu, heldur höfðar hún einlægt til skvnsemi og rólegrar yfirvegunar. Hún notar texta úr ýmsum kennslu- bókum mjög hnittilega svo oc ákvæði úr reclugerðum. Einnig koma fyrir frasar úr bæklinsum, dagblöðum 02 öðrum fjölmiðl- um. Þetta lætur allt saman kunnuclega í eyr- um og er, á markvissan hátt fellt inn í at- burðarásina. Málið er að öðru leyti einfalt og eðlilegt talmál, sem Svava hefur ágætt vald á. Samtölin eru mörg hárbeitt og hitta í mark með örfáum orðum. Eiginmaðurinn segir þrumulostinn við konu sína: „hvaða voðalega eyðirðu af peningum manneskja, hvað kostar þessi terta eiginlega'? og svarið hljóðar miskunnarlaust, „heilt líf Ingólfur minn, heilt líf". Eiginmaður Ingu er enginn þverhaus eða öfugsnúinn gagnvart fyrirætlunum hennar. Það hefði beint athyglinni um of inn á við að sýna hann á þann veg og gefið þeirri nið- urstcðu undir fótinn, að örðugleikar Ingu við að marka sér sjálfstæða braut helguðust fyrst og fremst af því, að maður hennar væri ekki nógu skilningsríkur í hennar garð. Hún á ein- mitt ekki í neinum heimiliserjum. Hann er allra vænsti strákur, laus við þvermóðsku og er allur af vilja gerður. Hann sér bara engin ráð, fær ekki rönd við reist. Þótt hann segi af veglyndi sínu, að auðvitað verði hún að ráða sér sjálf, þá eru þau ofurseld hleypidómum, stöðnuðum við- horfum og neikvæðri afstöðu þjóðfélagsins gagnvart virkri samfélagsþátttöku, þegar gift kona og móðir á í hlut. Hún ræður engu sjálf, s^m neinu máli skiptir, og nær ekki einu sinni að misstíga sig, því að hún kemst aldrei úr sporunum. Hún á í höggi við sjálft kerfið eins og það leggur sig. Það er einnig einkennandi fyrir alla að- stöðu hennar, að í leikslok, þegar maður hennar er fallinn frá og hún stendur enn í sömu sporum, er aftur fyrirvinna, við af- greiðslustörf í banka og vitanlega í lægsta launaflokki, þá virðist henni nýtt hjónaband vera skásti kosmrinn, sem hún kynni að eiga völ á. Aftur á móti byggist framgangur manns hennar í námi og starfi á þvf, að hann hefur konu sér við hlið, sem afsalar sér eigin námi 68

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.