Réttur


Réttur - 01.04.1971, Page 27

Réttur - 01.04.1971, Page 27
Er hægt að sannfæra konurnar um að að- eins sósíalískt fyrirkomulag geti svarað öll- um þessum kröfum? Er ekki eigin hugmynda- fræðilegi ruglingurinn of mikill til þess? Hér er vandamálið að setja fram spurn- ingar, sem bundnar eru persónulegu lífi kvenna og tengja þær félagslegum spurning- um. Hvað viðvíkur verkalýðsbaráttunni ætla ég að vera fáorður. En það er mikilvægt, að þar komi hug- myndafræðileg vinna á undan verkalýðs- vinnu. Verkamaðurinn verður að vita, að hann er herra framleiðslunnar og þó hann yfirtæki öll fyrirtæki landsins væri hann ekki að gera annað en taka það í eigin umsjá sem hann á sjálfur. Ef verkalýðsflokkur eftirlætur verkalýðs- félögunum alla vinnuna verða engir sigrar unnir, því verkalýðsfélag er í eðli sínu varn- arfélag og getur ekki sem slíkt breytt þjóð- félaginu. Verkalýðsfélag er sölufélag: Það þjónar verkafólki við að notfæra sér markaðs- aðstöðu sína sem bezt á hinum kapítalíska vinnumarkaði. Sósíalisma verður aðeins á komið með pólitískri vinnu — hugmyndafræðilegri vinnu. Þegar verkalýðsflokkur hefur gleymt því, við hverju megum við þá búast? 83

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.