Réttur


Réttur - 01.04.1971, Síða 30

Réttur - 01.04.1971, Síða 30
Þannig mætti lengi halda áfram að telja. Allir eru að verða launþegar í einhverjum skilningi. Bankastjórinn og vélritunarstúlkan. Ráðu- neytisstjórinn og dyravörðurinn. Fram- kvæmdastjórinn og sendillinn. Allir eru laun- þegar. Það er orðið erfit að finna „arðræningj- ann" í persónu nokkurs ákveðins manns. Auðvitað er öllum ljóst, að þegar „kökunni" er skipt, þá fá ekki allir rúsínurnar. Það sem verkalýðshreyjingin hejur við að slást, það er þetta kerfi, sem setnr sjáljvirka hcekkanaskriðu í gang, um leið og lífskjör hinna lcegstlannuðu batna. Þegar ég tala um „kerfið", þá á ég við það stjórnkerfi, sem við búum við. Það verð- mætamat sem beitt er og þá skipulagningu eða skipulagsleysi, sem er á hlutunum. Vissu- lega væri hægt að skrifa langar greinar um eitt saman kerfið. Og allt það sem ég segi í þessari grein, vitnar á sinn hátt um kerfið. I örstuttu máli gæti ég kannski skýrt bezt, hvað ég á við á þennan hátt; Sjávarútvegur og landbúnaður standa undir nærri öllum gjaldeyristekjum okkar. Þessar atvinnugrein- ar hafa oftast verið styrktar af almannafé og stöðugt er verið að gera nýjar og nýjar ráð- stafanir til að bjarga þeim. Sem sagt, þær eru reknar með tapi. Verzlunin er eingöngu þjónusta, framleiðir ekkert en eyðir hins vegar miklum gjaldeyri, hún er rekin með hagnaði. Nær öll velta byggist á atvinnugreinum sem standa ekki undir sjálfum sér! ! ! Þetta er kerfið. Dýrtíðin vex vegna þess að kaupið hækk- ar! Kaupið verður að hækka, af því að dýr- tíðin vex! Þetta er kerfið. Það er með kcrfið eins og púkann sem Sæmundur fróði setti til fjósamanns síns til að venja hann af að blóta. Það eru launþegar sjálfir sem tryggja við- hald kerfisins. Bændurnir og fólkið í kaupfélögunum gæti skipt um stjórn í S.I.S., ef það sýndi samstöðu og áhuga og þannig væri aftur hægt að beita þessu risafyrirtæki gegn braski kaupmanna, dregið það út úr samtökum arð- ræningja og gert það aftur að fyrirtæki fólks- ins í landinu. Það er einnig verkafólkið sjálft, sem ber ábyrgð á því, að ýms stærstu verkalýðsfélög landsins eru í höndum Ihaldsins. Það væri mikil blekking að kenna for- ystumönnum um það, að þeir skuli vera í forystu. Það væri svona rétt, eins og að fjósamað- urinn hefði kennt púkanum um það, að hann varð feitur. Það er fólkinu, verkalýðshreyfingunni sjálfri að kenna, hvernig komið er fyrir henni. Hún hefur margfalt það afl, sem þarf, til þess að ráða lögum og lofum í þjóðfélaginu. Það sézt bezt, þegar litið er á þær stundir, j>egar allsherjarverkfall stendur yfir. Allt líf lamast. Oll framleiðsla stöðvast, jægar verkáfólk leggur niður vinnu. Samt á að telja því trú um, að aðrir ráði atvinnulífinu. Það ræður enginn atvinnulífi á Islandi nema verkafólk, ef jjað þorir að ráða því og vill ráða því. ★ Niðurstaða af Jxjssum hugleiðingum getur ekki orðið nema ein. Það er vita tilgangslaust að heyja einhliða launabaráttu, ef menn hugsa sér að sækja á. Ihaldið gerir hana alltaf að „varnarbaráttu" mcð aukningu dýrtíðar á cftir. 86

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.