Réttur - 01.04.1971, Page 33
JÓN ÁSGEIR SIGURÐSSON:
ANGELA DAVIS
OG „FRELSIÐ" í BANDARÍKJUNUM
Við íslendingar höfum það mikið umburð-
arlyndi á ýmsum sviðum fram yfir Banda-
ríkjamenn, að það er e. r. v. nokkuð erfitt
fyrir okkur að skilja glögglega hvað um er
að vera f máli Angelu Davis. Fyrr á öldum
tókum við sjálfir þræla og ofsóttum þá sem
slíka en veitmm þeim síðar fullt frelsi, og
sjálfir höfum við lítt legið undir þrældómi
í opinskáu formi á síðari tímum. En Angela
hefur þekkt hið ofstækisþrungna kynþátta-
hatur frá því að hún ólst upp í Birmingham
í Alabama. Hingað til hefur ríkt sæmilegt
akademískt frelsi hér á landi, við höfum ekki
talið algjörlega ósamrýmanleg kennslu- og
þjóðmálastörf,enda hafa margir meðal kenn-
ara og prófessora verið, og eru, um leið
framámenn í stjórnmálum. En Angela var
rekin úr prófessorsstöðu sinni við Kaliforníu-
háskóla í Los Angeles, einfaldlega vegna þess
að hún er meðlimur í Kommúnistaflokki
Bandaríkjanna og þótt allir sem af höfðu
skipti gæfu henni einróma meðmæli sem
framúrskarandi heimspekiprófessor.
Samt getum við að nokkru leyti skilið
hvernig kringumstæðurnar eru þar sem
Angela leitaðist við að koma fram hugsjón-
um sínum um réttlæti og frelsi. Lítum í
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 2. janúar
1971, þar lesum við að „á okkar tímum,
sem einkennst hafa af hatrammri baráttu trú-
leysisstefnu kommúnismans fyrir yfirráðum
í öllum heimi" standi þessi barátta enn, cg
„hún er ekki einungis barátta um lönd og
heimsálfur, heldur hverja mannssál". Síðan
fylgir orðbragð sem mjög líkist skrifum sem
einkum tíðkast í pésum frá hinu ofstækis-
þrungna John Birch Society í Bandaríkjun-
um. Yfirleitt beita hægri menn þar nokkuð
fágaðra orðalagi, jafnvel þegar þeir tala um
„kommúnista". Þó er það einmitt slíkt hugar-
far sem undir býr í meðferðinni á Angelu
Davis.
89