Réttur - 01.04.1971, Page 38
Vlð nám í Brandeishakóla 1965 — Angela ásamt
kennara sinum Herbert Marcuse.
Kaliforníuháskóla í Berkeley, Davis, og Los
Angeles, skömmu eftir að Angelu var vísað
úr embætti:
„Aðgerðir sem hafnar eru af háskólaráði
Kaliforníuháskóla til að vísa úr embætti
prófessor Angelu Davis vegna þeirrar einu
ástæðu að hún er meðlimur í Kommúnista-
flokknum, eru brot á stjórnárskrá Banda-
ríkjanna og stjórnarskrá og lögum Kali-
forníuríkis, eins og oft hefur verið úrskurð-
að af hærri dómstólum rfkisins og Banda-
ríkjanna.
Brot þetta er sérstaklega alvarlegt vegna
þess að það virðist hafa verið vísvitandi og
fyrirfram ákveðið. Samkvæmt fréttum í
fjölmiðlum, hafa sumir meðlimir háskóla-
ráðs viðurkennt það mjög líklegt að þetta
athæfi þeirra verði lýst ólöglegt, en bætt við
að þeir muni ekki breyta lögum samkvæmt
fyrr en dómstólar skipa slíkt fyrir. A tímum
þegar háskólaráð hefur æskt jæss að aðrir í
samfélaginu sýni virðingu fyrir lögum, hafa
jæir sjálfir sýnt opinbera vanvirðingu fyrir
lögum, í trássi við svardaga sinn um að
styðja og verja stjórnarskrár og lög Banda-
ríkjanna og Kaliforníuríkis,
Við álítum að vegna ofansagðs ættu há-
skólaráðsmenn að yfirvega málið, og hætta
þessum aðgerðum”.
Fyrir alríkisdómstól í Kaliforníu var brott-
rekstur Angelu gerður ógildur. En Reagan
gafst ekki upp við svo búið, því að Angela
neitaði að láta þagga niður í sér. Hún tók
áfram þátt í pólitísku starfi, talaði gegn hinni
vaxandi þrúgun í Kaliforníu, og skipulágði
samtök gegn lögregluofstæki. I júní 1970
sagði háskólaráð henni aftur upp stöðunni.
I Jætta skipti var ástæðan sögð vera ræður
hennar og aðgerðir gegn ofbeldisstefnu
stjórnarinnar utan lands og innan. I jætta
skipti aðhafðist háskólaráð — í samræmi við
vilja Ronald Reagan — í trássi við fyrstu
breytingargrein stjórnarskrárinnar, málfrelsið
var látið víkja í hita pólitískra ofsókna.
IV.
Ég lýk þessari grein með því að vitna í
opið bréf sem Herbert Marcuse sendi Angelu
Davis í fangelsinu í New York:
„Fólk biður mig jjrásinnis að útskýra
hvernig þú, bráðgáfuð, næm ung kona, fram-
úrskarandi námsmaður og kennari, hvernig
þú gazt orðið þátttakandi í ofbeldisatburð-
unum í San Rafael. Ég veit ekki hvort þú
áttir nokkurn j?átt í Jaeim hryggilegu atburð-
um, en ég veit að jxi áttir mikinn þátt í bar-
áttu svartra manna og allra sem eru kúgaðir,
og að þú gazt ekki einskorðað starf þitt fyrir
þá við skólastofuna og skriftir. Og ég tel að
það sé innri rök'eiðsla í jxoska þínum —
rökleiðsla sem ekki er erfitt að skilja. Heim-
urinn sem þú ólst upp í, þinn heimur (sem
er ekki minn), einkenndist af grimmd, vol-
æði o<i ofsóknum. Til að sjá þessar staðreynd-
ir Jxirfti ekki mikla vitsmuni eða snilld, en
94