Réttur


Réttur - 01.04.1971, Síða 42

Réttur - 01.04.1971, Síða 42
manninn efst á trón, gera manninn að viðmiðun og raunar tilgangi allra hluta. Lykilorð i þessari mann- gildisstefnu — en þó ekki síðasta orðið — er jöfn- uður. Núverandi þjóðfélag er gagnsýrt ójöfnuði, en honum viljum við útrýma. I efnahagsmálum ber að jafna tekjur og tekju- möguleika. Til þess verður að afnema séreignar- fyrirkomulag á atvinnutækjum. I stjórnmálum eru fáir útvaldir til að drottna, hinir kallaðir til að láta stjórnast. Þessu ber að breyta í átt til þess lýðræðis þar sem menn gegna sam- félagslegum ábyrgðarstöðum að mestu leyti eftir veltitölu. Nokkurt reglubundið eftirlit með almanna- hagsmunum verður að visu ekki afnumið, en það á að geta verið án nauðungar fyrir manninn í okkur. Forsenda fyrir þessum breytingum er sú, að núverandi valdakerfi sé steypt af stóli með tilstyrk iifandi og frjórrar alþýðuhreyfingar. Listir og skoðunarmáti fjölmiðils Á félagslegum vettvangi getur víða að líta á- takanlegan ójöfnuð. Listir verða í vaxandi mæli fyrir barðinu á fjölmiðlunarhugsunarhættinum, þar sem annars vegar situr einn listamaður yfir kúnst- um sínum og hins vegar situr öll þjóðin og hlustar á hann eða glápir. Hlutverk lista á einmitt að vera hitt að gera menn jafn virka sem móttakendur og sendistöðvar. Um nauðsyn þess að afnema núver- andi ójöfnuð í aðstöðu til náms er oft rætt enda augljóst og viðurkennt mál. Hér er skylt að minna á þann ójöfnuð, sem ýmsir telja stærstan, en það er mismunandi aðstaða manna eftir kynferði. Sérstakt herrahlutverk (herra = drottnari) karlmannsins er skylt að afnema, en það er aðeins eitt formið á ójöfnuði, sem er víð- tækari og alhliða manngildisstefna getur ein fundið lausn á. Það á ekki sízt við um þann klafa, sem núverandi umgengnis- og samþúðarhættir hafa sett konuna á. Af þeirri skilgreiningu, að markmiðið sé að Það sem stefnuskrá er EKKI breyta þjóðfélaginu sem kerfi tengsla, leiðir að stefnuskrá felur ekki í sér: framkvæmdaáætlun, þ.e.a.s. tiltekin áform um vega- gerð, húsbyggingar, atvinnutæki o. þ. h. — þótt í stefnuskránni geti verið fólgnar hugmynd- ir um að eitt beri að taka framyfir annað i verkefnaröðinni. Og stefnuskrá fjallar þá ekki heldur um innri gerði undirkerfa, eins og t.d. skipulag á fram- leiðslukerfi innan verksmiðju eða fyrirkomulag á kennslu innan menntastofnunar — en vissu- lega geta almenn sjónarmið stefnuskrárinnar leiðbeint um valkosti, einnig I þessum efnum. Þetta getur verið gott að hafa i huga, því að hætta kann að vera á röngum áherzlum í stefnu- mótun eða i pólitísku starfi. Einkum þannig að of mikið sé lagt upp úr lausn afmarkaðra verkefna í Að sprikla í neti þingræðisins ákveðnum brýnum málaflokkum og lausnin sé við það miðuð að skerða í engu hag eða völd rikjanöi stéttar. Ekki má einblina á þau mál, sem berast upp í fang flokksins, ef svo má segja, á þingi, i sveitarstjórnum, í opinberum nefndum. Með öðrum orðum: flokkurinn má ekki ánetjast þingræðislegum vinnubrögðum og hugsunarhætti um of. Gæta þarf að þjóðfélagslegum afleiðingum þeirra lausna, sem boðið er upp á til samþykktar eða synjunar í sam- kundum fulltrúalýðræðisins. Greiða þær fyrir breyt- ingu á gerð þjóðfélagsins i átt til þeirra forma, sem leyfa manninum að njóta þroska og frelsis i sam- ræmi við upplag sitt og eðli? Þvi er haldið fram hér að framan, að stefnuskrá ætti að vera gerð fyrir þjóðfélagshreyfingu. Ég sagði ekki stjórnmálaflokk, það finnst mér of þröngt. Einkanlega þegar hann er skilgreindur að vera þingræðislegur flokkur, eins og mun vera gert i lögum Alþýðubandalagsins. Ég vil færa rök að þessu. Við þjóðfélagsaðstæður eins og þær sem nú rikja á Islandi, er eðlilegt að upp komi sósíalísk vitund meðal fjölda fólks og jafnframt að í verka- lýðshreyfingunni sé talsverð róttækni. Með sósíal- ískri vitund á ég við gagnrýnar þjóðfélagsskoðanir og vilja til að breyta þjóðfélagsgerðinni í sósialiska átt. Nú er valdakerfi stjórnmálanna hér á landi að hálfu leyti bundið þingræðisformum en að hálfu eignarformum og stofnunum. Þess vegna kemur upp þörfin fyrir fastmótuð stjórnmálasamtök, sem geti sameinað þetta þrennt: sósíaliska vitund, ítök í verkalýðshreyfingunni og baráttuhæfni á þing- 98

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.