Réttur - 01.04.1971, Qupperneq 50
BJÖRN ÞORSTEINSSON
OG
ÓLAFUR R. EINARSSON:
ÖRBIRGÐ
EÐA
RÉTTLÆTI
í þrem fyrstu hlutum þessa greinaflokks,
örþirgð eða réttlæti, var einkum fjallað
um hin margþættu samskipti ríkra þjóða
og snauðra. í þessum lokakafla verður
einkum fjallað um afstöðu íslands til þró-
unarlandanna, aðstoðina við þau og sam-
búð íslands við nýlendudrottna.
ÍSLENZK ÞRÓUNARAÐSTOÐ:
Fyrir skömmu var á Alþingi samþykkt, að
koma á fót stofnun er nefnist: Aðstoð Islands
við þróunarlöndin. Eru þessi lög það fyrsta
sem opinberir aðilar samþykkja, um framlög
íslands til þróunarlandanna, en til þessa hef-
ur þróunaraðstoð og fræðsla um ástandið í
þriðja heiminum eingöngu hvílt á frjálsu
frumkvæði ýmissa félagssamtaka. Er ísland
síðast Norðurlandanna til að ákveða aðstoð
hins opinbera við þróunarlöndin. En hvert
hefur verið eðli og skipulag aðstoðarinnar
hér á landi?
Árið 1965 skipaði Æskulýðssamband ís-
lands framkvæmdanefnd Herferðar gegn
hungri, sem hóf þá almenna fjársöfnun í
landinu og söfnuðust tæpar 10 miljónir kr.
Var því fé varið til verkefna í þróunarlönd-
unum á vegum Matvæla- og landbúnaðar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Þetta
frumkvæði æskulýðssámtakanna vakti al-
menna athygli á vandamálum þróunarland-
anna og jók samhug æskufólks með alþýðu
þróunarlandanna. Herferð gegn hungri hefur
eftir þessa fjársöfnun, einkum beitt starfs-
kröftum sínum að fræðslu um þróunarlönd-
in í fjölmiðlum og skólum, jafnframt því,
sem unnið hefur verið að því að fá hið opin-
bera til þátttöku í þróunaraðstoðinni. Þá hef-
ur verið reynt að vekja fólk til umhugsunar
um þjáningar alþýðu þróunarlandanna og
hvetja til aðgerða íslenzkra aðila m.a. með
hungurvökum framhaldsskólanema um pásk-
ana.
Aðrir aðilar sem sinnt hafa hjálparstarfi í
þróunarlöndunum eru Hjálparstofnun þjóð-
kirkjunnar, sem stofnuð var 1909, þá hefur
Rauði krossinn unnið að skyndihjálp og ís-
lenzka flóttamannaráðið að aðstoð við flótta-
menn. Sameiginlegt einkenni þessara aðila
er, að þeir hafa fremur einbeitt sér að skyndi-
hjálp, en ekki hjálp til sjálfshjálpar, eins og
Herferð gegn hungri. En hverjar hafa verið
undirtektir hins opinbera?
SKILNINGSLEYSI STJÓRNVALDA:
Allt frá því að umræður hófust á íslandi
um vandamál þróunarlandanna hafa stjórn-