Réttur


Réttur - 01.04.1971, Qupperneq 50

Réttur - 01.04.1971, Qupperneq 50
BJÖRN ÞORSTEINSSON OG ÓLAFUR R. EINARSSON: ÖRBIRGÐ EÐA RÉTTLÆTI í þrem fyrstu hlutum þessa greinaflokks, örþirgð eða réttlæti, var einkum fjallað um hin margþættu samskipti ríkra þjóða og snauðra. í þessum lokakafla verður einkum fjallað um afstöðu íslands til þró- unarlandanna, aðstoðina við þau og sam- búð íslands við nýlendudrottna. ÍSLENZK ÞRÓUNARAÐSTOÐ: Fyrir skömmu var á Alþingi samþykkt, að koma á fót stofnun er nefnist: Aðstoð Islands við þróunarlöndin. Eru þessi lög það fyrsta sem opinberir aðilar samþykkja, um framlög íslands til þróunarlandanna, en til þessa hef- ur þróunaraðstoð og fræðsla um ástandið í þriðja heiminum eingöngu hvílt á frjálsu frumkvæði ýmissa félagssamtaka. Er ísland síðast Norðurlandanna til að ákveða aðstoð hins opinbera við þróunarlöndin. En hvert hefur verið eðli og skipulag aðstoðarinnar hér á landi? Árið 1965 skipaði Æskulýðssamband ís- lands framkvæmdanefnd Herferðar gegn hungri, sem hóf þá almenna fjársöfnun í landinu og söfnuðust tæpar 10 miljónir kr. Var því fé varið til verkefna í þróunarlönd- unum á vegum Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Þetta frumkvæði æskulýðssámtakanna vakti al- menna athygli á vandamálum þróunarland- anna og jók samhug æskufólks með alþýðu þróunarlandanna. Herferð gegn hungri hefur eftir þessa fjársöfnun, einkum beitt starfs- kröftum sínum að fræðslu um þróunarlönd- in í fjölmiðlum og skólum, jafnframt því, sem unnið hefur verið að því að fá hið opin- bera til þátttöku í þróunaraðstoðinni. Þá hef- ur verið reynt að vekja fólk til umhugsunar um þjáningar alþýðu þróunarlandanna og hvetja til aðgerða íslenzkra aðila m.a. með hungurvökum framhaldsskólanema um pásk- ana. Aðrir aðilar sem sinnt hafa hjálparstarfi í þróunarlöndunum eru Hjálparstofnun þjóð- kirkjunnar, sem stofnuð var 1909, þá hefur Rauði krossinn unnið að skyndihjálp og ís- lenzka flóttamannaráðið að aðstoð við flótta- menn. Sameiginlegt einkenni þessara aðila er, að þeir hafa fremur einbeitt sér að skyndi- hjálp, en ekki hjálp til sjálfshjálpar, eins og Herferð gegn hungri. En hverjar hafa verið undirtektir hins opinbera? SKILNINGSLEYSI STJÓRNVALDA: Allt frá því að umræður hófust á íslandi um vandamál þróunarlandanna hafa stjórn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.