Réttur


Réttur - 01.04.1971, Síða 61

Réttur - 01.04.1971, Síða 61
„Hrímhvíta móðir" 1937, ,,Hart er í heimi" 1939, — þar að auki „Björgin klofnuðu", og fleira. Þórbergur Þórðarson: „Rauða hættan" 1935, „Islenzkur aðall" 1938. Og þannig komu þeir hver af öðrum þessi ár: Halldór Stefánsson: „Dauðinn á þriðju hæð“ 1935,Stelnn Steinarr „Rauður loginn brann" 1934, „Ljóð" 1937 Guðmundur Böðvarsson „Kyssti mig sól" 1936, „Hin hvítu skip" 1939. Stefán Jónsson: „Konan á klettinum" 1936. Jón úr Vör: „Ég ber að dyrum ' 1937. Gunnar M. Magnúss: „Brennandi skip" 1935, „Suður heiðar" 1937. Ólafur Jóhann Sigurðsson: „Skuggarnir af bænum" 1936. Sig- urður Róbertsson: „Lagt upp I langa ferð". 1938. Sigurður B. Gröndal hafði áður kvatt sér hljóðs með smásagnasafninu „Bárujárn" og kvæðasafni, en 1935 kemur sagnasafnið „Opnir gluggar". Og 1939 fær Island að vita að það eigi stórskáld, andlega í ætt við Jónas Hallgrímsson, þegar Jón Helgason prófessor, sá mikli visindamaður, birtir kvæðasafnið „Úr landsuðri". Sumum höfundum, sem voru að berjast fyrir því að verða skáld, sem þjóðin tæki eftir, auðnaðist aldrei að gefa út heilar bækur eftir sig. Þeir áttu efnilegar sögur í timaritum, sem lofuðu góðu, en megnuðu ekki að brjótast út úr „sjálfsmennsku þrældómnum" svo vitað sé, voru áfram „útlagar I miðri sveit," en þannig vitnar t.d.Kristín Geirs- dóttir i Jóhannes úr Kötlum, en þessi unga þing- eyska stúlka reit tvær ágætar ádeilusögur I „Rétt" 1935 („Sveitasæla") og „Rauða penna" 1936(,,Upp- boðsdagur"). Og svo var um fleiri. REISN Það var Heimskringla, sem gaf út meirihlutann af þessum höfundum, meirihlutann af þeim bókum, sem hér eru nefndar. Sumir, einmitt hörðustu og beztu höfundarnir, hröklast frá þeim útgáfufyrir- tækjum, er áður höfðu þá. Sjálfur Halldór Laxness, en Menningarsjóður hafði gefið út „Sölku Völku", þótti auðvitað ekki lengur á vetur setjandi þar. Þegar Laxness svo hefur skrifað eina stórkostleg- ustu bændasögu heimsbókmenntanna, „Sjálfstætt fólk" og Islendingar hafa loks eignazt aftur Islend- ingasögur á borð við hinar gömlu, þá fær hann að vísu inni hjá borgaralegum útgefanda, en eftir slíkt „níðrit um íslenzka bændur" og „óhróður um Is- land", er það Heimskringla sem stendur honum opin. Rægður af Ihaldinu, hataður af Framsókn og „Að slá skjaldborg um réttlœtið, maður við mann, það er menningin, íslenzka þjóð!" Jóhannes úr Kötlum „Þegar landið fær mál." rek'.nn út af Alþýðuflokksskemmtun 1. mai 1935 fyrir að lesa upp „Þórð gamla halta", verður nú Heimskringla hans útgáfufélag og Kristinn sá mað- ur, er túlkar fyrir þjóðinni hvert stórskáld hún hafi eignazt. Því kom „Straumrof" og svo öll saga Ólafs Kárasonar Ljósvíkings, ein fegursta perla islenzkra bókmennta, út hjá Heimskringlu, — „Þórður gamli halti" í maí-hefti Réttar 1935 og „Ósigur ítalska loftflotans i Reykjavík 1933“ i Rauðum pennum 1937. Menn geta imyndað sér hver hugarlyfting það hefur verið fátækum verkamönnum í erfiðri bar- áttu þeirra, þegar þau skáld, sem þeir, verka- mennirnir, élitu hin fremstu þjóðarinnar, þó bur- geisarnir væru á annarri skoðun, — lýstu svo ótvirætt trausti sínu á baráttu þeirra og eggjuðu þá til dáða. Jóhannes úr Kötlum hafði endað „Frelsi", upp- hafskvæði „Rauðra penna" 1935, á þessum stef- um: ....Þú rauða lið, sem hófst á hæsta stig hið helga frelsiskall — ég treysti á þigl" I „Hrímhvíta móðir" fylkir svo Jóhannes — með sinn næma skilning á samhengi íslenzkrar frelsis- baráttu, — sósialistísku verklýðshreyfingunni í þá röð voldugra átaka fyrir frelsi lands og þjóðar, sem liða fyrir hugskotssjónir skáldsins í Hliðskjálf hans. Óðurinn um „niunda nóvember"* — upp- reisnina gegn níðingsskapnum, er nota skyldi neyðina og atvinnuleysið til að beygja soltna menn undir kauplækkunarokið —, skipar vígreifri alþýð- unni þann sess í sögunni, er henni ber, og skerpir meðvitund hennar um að barátta hennar gegn fá- tæktinni sé um leið þáttur í lokabaráttu mannsins * Aðrir úr þessum skáldaflokki, sem haft hafa 9. nóvember 1932 að yrkisefni eru: H. K. Laxness: „Þórður gamli halti", Steinn Steinarr: „Verkamað- ur", Stefán Jónsson: „Vegurinn að brúnni". 117

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.