Réttur


Réttur - 01.10.1971, Qupperneq 1

Réttur - 01.10.1971, Qupperneq 1
54. árgangur 197 1 —4. h e f t i LJmskiptanna varð skammt að bíða í íslenzkum þjóðmálum, eftir að íslenzka alþýðustjórnin hafði tekið við völdum. Alþýða manna er strax farin að upp- skera ávextina af því að hafa skapað umskiptin í stjórnmálunum síðasta sumar. . ...^i Eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar allrar, landhelgismálið, er strax komið á dagskrá heimsmálanna, — það mál, sem viðreisnarstjórnin hefði haldið áfram að svíkja, — eins og hún gerði 1961 — og hafði þagað um síðan. — Nú reyna viðreisnarflokkarnir allskonar yfirboð, en einbeita sér á áróður um hernámsmálið, eins og til þess að sanna sínum amerísku yfirboðurum að í þeim ættu þeir trúfasta rakka, sem alltaf myndu skríða fyrir þeim. ,,Hann gerði allt sem hundur kann, hefði hann aðeins rófu,“ — kemur manni i hug við að lesa þau skrif. í alþýðutryggingum hefur ríkisstjórnin fyrir frumkvæði ráðherra Alþýðu- bandalagsins gert mestu og réttlátustu endurbótina í aldarfjórðung og þá fyrst og fremst skapað afkomuöryggi þeirra, er þegar hafa slitið kröftunum. í kaupgjaldsmálum hefur verklýðshreyfingin unnið stórsigur verkfallslaust, — að sjómönnum á flutningaskipum og prenturum undanteknum, — og með sameinuðu póiitísku og faglegu átaki var hið stóra skref stigið að lögfesta 40 stunda vinnuviku og fjögurra vikna orlof. Þessum sigrum verklýðshreyfingarinnar mætir sú íslenzka borgarastétt, er 177

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.