Réttur


Réttur - 01.10.1971, Síða 28

Réttur - 01.10.1971, Síða 28
Á leið til fasisma? Eru Bandaríkin á leið til fasisma? Til allrar hamingju er enn ekki kominn á fasismi i Bandaríkjum Norður-Ameriku, en tilhneigingarnar til fasisma eru afar rikar á vissum sviðum þjóð- lífsins, en þær eiga í höggi við markvissa baráttu fjölmennra lýðræðislegra samtaka og hina rót- grónu og sterku lýðræðiserfð Bandaríkjanna, sem einnig er rauði þráðurinn í sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra og sjálfri stjórnarskránni. I fangelsum Bandarikjanna dvelja tugir þúsunda máske hundruð þúsunda manna, t.d. í Kaliforníu einni 28 000. Mikill hluti þeirra eru blökkumenn, ýmist saklausir eða settir inn um óákveðinn tíma fyrir smáafbrot vegna fátæktar. Stjórnarnefndir þessara fangelsa geta ráðið lengd fangelsisvistar- innar, því dómararnir dæma menn stundum— eins cg t.d. George Jackson — frá einu ári til ævi- langrar fangelsisvistar, eftir ákvörðun stjórnar- nefnda. Þannig eru raunverulega mörg fangelsi Bandarikjrnna orðin að fangabúðum fyrir fátæka og róttæka blökkumenn undir einræðisstjórn hvítra afturhaldsseggja. Þessa óhugnanlegu hlið á ,,rétt- ar“-kerfi Bandaríkjanna afhjúpar Angela Davis með ótal dæmum í greinum sinum „Political Prisoners, Prisons and Black Liberation“ („Pólitiskir fangar, fangelsi og frelsi blökkumanna") og i „Realities of Rcn-'ession" („Staðreyndir um kúgunina).* Það fjölgar sífellt morðunum, sem fangaverðirn- ir frcmja í fangabúðum Bandarikjanna ekki sizt á róttækum blökkumönnum, til þess að losna við þá. Islenzka útvarpið þegir þunnu hljóði við slíkum morðum, rétt eins og Morgunblaðið, þó bæði kvaki — réttilega — þegar svívirða er framin ( Sovét- ríkjunum gagnvart gagnrýnum rithöfundum. Það er aðeins þegar bandarískir fangar gera upp- reisn i fangabúðum sínum og fangaverðirnir og lögregla nota tækifærið til að myrða rithöfunda eins og George Jackson, að svívirðan í fangabúðum Bandaríkjanna kemst í heimsfréttir sem uppreisn. JesGÍca Miiford hefur afhjúpað þessa svívirðu hvað fangabúðarikið Kaliforníu snertir. (Sjá bókalista í lok greinarinnar). * Þessar greinar er að finna í bókinni: Angela Davis: „If they come in the morning ... (sjá til- visun á eftir þessari grein). jf* Það eru viss svið í þjóðlífi Bandaríkjanna sem eru gróðrarstía fyrir fasisma. Kynþáttahatur hvita afturhaldsins, ægivald hernaðar- og stóriðjuklíkunn- ar („Military-industrial complex," sem Eisenhower jafnvel óttaðist), leynifélög ofstækisafla eins og Ku-Klux-Klan, glæpahringirnir, — allt getur þetta á svipstundu orðið þættir i allsherjar fasisma. Þeg- ar þar við bætist sofandaháttur stórs hluta hvítu verklýðssamtakanna, — einmitt þess afls, sem virkast ætti að vera i viðureign við fasismann, þá sést bezt hver hætta er á ferðum. McCarthyisminn sýndi fyrir tveimur áratugum með sinum gegndar- lausu ofsóknum gegn öllu róttæku, hve grunnt var niður á fasisma. Og atkvæðatala Goldwaters 1964, þegar hann fékk 40% atkvæða afhjúpaði hættuna á að fasistisk öfl geti allt í einu fengið kosið for- seta með valdi yfir gereyðingarmætti mestu at- omvopnabirgða heims. Þegar svo þar að auki kemur i Ijós að hver forseti Bandarikjanna á fætur öðrum getur látið Ijúga að þjóð og þingi og blekkja hvortveggja, til þess að geta háð múgmorð árum saman i Vietnam, — og eru ekki dregnir fyrir lög og dóm fyrir stríðs- glæpi sina, — þá sést bezt hve nærri hættan á fasistisku stjórnarfari getur verið í Bandarikjunum. — En fvnsvegar sýna og önnur dæmi hve sterk lýðræðiserfð þessa gamla byltingar- og forgöngu- ríkis enn er: stórblöðin geta afhjúpað lygar for- setanna og herráðanna, án þess það takist að þagga niður í þeim — og heiðvirðir dómarar geta enn sýknað blökkumenn, sem árum saman sátu saklausir í dýflissum ameríska afturhaldsins. Það eru því allir möguleikar á að hindra að hinar ríku tilhneigingar til fasisma í amerisku þjóðlífi \crði drottnandi þar. En til þess þarf að hafa auga fyrir hættunni og öll frjálslynd og róttæk öfl að sameinast gegn henni. Einnig hér á Islandi þurfum við að vera á verði — ekki aðeins gegn ameríska imperíalismanum, heldur og fasistískri sýkingarhættu. Það er reynt að læða henni inn undir sakleysislegu yfirskyni. Samsvarandi öfl þeim, er áður töldu Hitler aðeins ágætan fulltrúa hins hreina germanska kynstofns, mála nú myndina af Bandaríkjunum sem frumherja lýðræðisins og verndara frelsisins. Og eins og Morgunblaðið lá hundflatt fyrir naz- ismanum þýzka og brennimerkti i nazistadýrkun sinni Ossietsky, rithöfund kvalinn og síðan drepinn i fangabúðum nazista, sem landráðamann, þegar norska stórþingið veitti honum friðarverðlaun Nob- 204

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.