Réttur


Réttur - 01.10.1971, Side 36

Réttur - 01.10.1971, Side 36
sköpunarstjórnar, skal nefna tvær eftirfar- andi tölur: Fiskveiðiflotinn var 1945 24 þúsund smá- lestir, þar af voru 28 gamlir togarar, sann- nefndir ryðkláfar, alls 9000 smálestir. (A árinu 1936 voru 37 togarar að meðaltali 16 ára gamlir, þeir 28, sem eftir voru 1945 hafa því líklega verið að meðaltali 25 ára gamlir). Mikið af öllum þessum skipum hverfur því úr notkun á næstu árum. — En að nýsköpun lokinni er fiskiskipaflotinn (1950) orðinn 49 þúsund smálestir — togarar eru þaraf tæp 27 þúsund smálestir. Af vélbámm voru keyptir erlendis frá 140 á nýsköpunartíman- um og tugir báta smíðaðir innanlands. Flutningaskipaflotinn var 1945 6500 smá- lestir. Aætlun Nýbyggingarráðs var að fimm- falda smálestatöluna á áætlunartímabilinu og fékk ráðið skipafélögin til að fallast á það. Áætlunin var að kaupa 13 ný skip, 23 þús- und smálestir alls. Var hún framkvæmd til fulls. Nýsköpunarhugmyndir Sósíalistaflokksins höfðu frá upphafi mætt mikilli andstöðu aft- urhaldsins í landinu. „Vísir" hafði brenni- merkt þær sem „lokaráð — landráð og svik- ráð gagnvart almenningi og núverandi þjóð- skipulagi"! „Alþýðublaðið" gerði gys að hug- myndunum sem „skýjaborgum". En eftir að nýsköpunarstjórnin var mynduð um fram- kvæmd þeirra, — var auk sjálfra andstæð- inga stjórnarinnar á Alþingi (Framsóknar og 5 þingmanna Sjálfstæðisflokksins) hættuleg- ust andstaða Landsbankans, sem þá var undir afturhaldsstjórn, svo og verzlunarauðvaldsins í landinu*). *) Um aðdraganda og aðstæður í sambandi við nýsköpun atvinnulífsins má lesa I Rétti 1948, bls. 188—223, svo og I bækling Sósíalistaflokks- ins frá 1945 „Nýsköpun atvinnulífsins". Bankastjórn Landsbankans barðist svo lengi sem hún mátd gegn tillögunum um stofnlánasjóð sjávarútvegsins og spillti fram- kvæmdum á ýmsum sviðum þar sem undir hana þurfti að sækja. Var það greinilegt af reynslu þessara ára að ef það átti að ganga snurðulaust að framkvæma áætlanir ríkis- stjórna og Alþingis í þjóðarbúskap Is- lendinga, þá varð að samræma fjármálastefnu ríkisbankanna við þá stefnu, er ríkisstjórn og meirihluti Alþingis ákváðu. III. VINSTRI STJÓRN OG ÁÆTLUNAR- BÚSKAPUR Vinstri stjórn var mynduð 1956. I mál- efnasamningi hennar var ákveðið að hún skyldi „láta gera heildaráætlun um fram- kvæmdir á næsm árum og nýmæli í því sambandi", svo og að „beita sér fyrir, að fjármálastefna bankanna verði í samræmi við þarfir atvinnuveganna og uppbyggingar- og framfarastefnu ríkisstjórnarinnar". Var í því sambandi ákveðið að seðlabankinn yrði setmr undir sérstaka stjórn. Þegar bankalöggjöfin var tekin til endur- skoðunar, var ég fulltrúi Alþýðubandalags- ins í þeirri nefnd, sem fyrst hafði með þau mál að gera. I frumvarpi því, er ég útbjó, var lagt til að bankaráð Seðlabankans og áætl- unarráð yrðu ein og sama stofnunin, þannig að tryggt væri fullt samræmi milli fram- kvæmdastefnu ríkisstjórnarinnar um skipu- lagða uppbyggingu og fjármálastefnu ríkis- bankanna. Féllst Alþýðuflokkurinn á þetta fyrirkomulag, en Framsókn þverneitaði. Vil- hjálmur Þór réð þá mestu um stefnu Fram- 212 j

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.