Réttur


Réttur - 01.10.1971, Side 20

Réttur - 01.10.1971, Side 20
Bandarískt blóðréttarfar hafði hafið göngu sína. Fyrstu píslarvottarnir höfðu látið lifið fyrir málstað verkalýðsins í trúnni á sigur hinna fátæku yfir valdi auðsins. Fleiri skyldu á eftir fara.* 2. Chicago-morðin i Chicago skipulögðu duglegir forystumenn verkalýðsins góð samtök og harða baráttu fyrir átta tíma vinnudegi á árunum 1884—86. Frægastir for- ingjanna voru Parsons, Spiés, Fielden og Schwab. Gert var allsherjarverkfall 1. maí 1886 til þess að leggja áherzlu á kröfuna. (1889 var 2. Alþjóðasam- band verkamanna og sósíalista stofnað og tók síð- an upp kröfuna á heimsmælikvarða og gerði 1. maí að baráttudegi fyrir henni). En um svipað leyti hófst verkfall í McCormick Harvester verksmiðj- unum. 3. maí skaut lögreglan 6 verkamenn á mót- mælafundi. 4. maí var haldinn mikill mótmælafundur á Haymarket-torgi gegn morðum lögreglunnar á verkamönnunum. Töluðu allir þessir forystumenn verkamanna þar. Lögreglan hóf afskipti af fundin- um, er hafði farið friðsamlega fram. Var þá kastað sprengju að lögreglunni, vafalaust af flugumanni („provokatör") og lögreglumaður féll. Lögreglan hóf þá skothríð og bardagi hófst, er lauk með því að sjö lögreglumenn og fjórir verkamenn féllu, en margir særðust. Forystumenn verkalýðsins voru fangelsaðir og kærðir fyrir morð. Réttarhöldin voru skrípaleikur, skipulögð til að fremja dómsmorð á foringjum verkamanna. Enginn verkamaður var í kviðdómnum. Ríkissaksóknari reyndi ekki að sanna að verkamaður hefði varpað sprengjunni. Ekki var reynt að sanna að verklýðs- foringjarnir hefðu drepið nokkurn mann. Það var sannað að það var lögreglan, sem hóf árásirnar, ekki verkamenn. Ákæran var að ræður og rit for- ingjanna væru völd að sorgleiknum. Málaferlin byrjuðu 21. júní 1886. Spiés, Fielden, Schwab, * 1970 var sýnd kvikmynd í Háskólabíó um „Molly Maguires"-samtökin og mun hafa heitið „Irska leynifélagið". Parsons, Fischer, Engel og Lingg voru dæmdir til dauða. Dómi nokkurra þeirra var breytt í lífstiðar- fangelsi og þeir voru síðan náðaðir af rikisstjóra lllinois-fylkis, Altgeld. (Um það er ágæt skáldsaga Howard Fasts: „The American."). En Spiés, Parsons, Fischer og Engel létu lífið fyrir málstað verkalýðsins, saklausir. Þeir voru hengdir 11. nóvember 1887. Þeir héldu áfram bar- áttunni til síðustu stundar. — Þegar snörunni var brugðið um háls Spiés sagði hann: „Sá tími kemur að þögn okkar í gröfinni verður mælskari en ræð- ur okkar.“ — Siðustu orð Parsons voru: „Látið rödd fólksins heyrast." Þegar Fischer steig upp á aftökupallinn, bar hann höfuðið hátt og sagði: „Þetta er sælasta augnablik ævi minnar." Hin blóðþyrsta borgarastétt Bandaríkjanna hafði enn getað myrt undir yfirskyni „réttarhalda", — 1. mai alþjóðlegrar verklýðshreyfingar hafði fengið sína blóðugu eldskírn, — og amerísku verklýðs- samtökin, sem börðust fyrir lifi þessara leiðtoga, eignast enn fleiri píslarvotta. Það var því vissulega sannur dómurinn, sem Matthías Jochumsson, þjóðskáld Islendinga, kvað upp yfir auðvaldsskipulagi Ameríku, eftir að hann heimsótti Chicago 1893, en hann var þá m.a. að ræða um verkfall járnbrautarverkamanna, sem Eugene Debs stjórnaði, en barið var niður með ofbeldi. Matthias segir (Stefnir 1894) út af bókum William Stead „Ef Kristur kæmi til Chicago" og „Chigaco í dag": „Þar lýsti hann (höfundur) því með dæmafárri dirfsku, hversu sérplægnin og auðvaldið halda þar öllu frelsi i helgreipum . . ." ... „Rétt er þar alls engan að fá, allt er háð auð- mönnunum: dagblöðin, atkvæðin, dómstólarnir, borgarráðið, og hávaðinn af kirkjunum lika.“ Og siðan lýsir hann þvi hvernig umbætur, sem hann hafði kynnst í Lundúnaborg, séu alls ekki til þar vestra: „Allt slíkt er ógjört enn á „frelsisins fimbul- storð“, Ameriku, heldur situr auðvaldið með of- frekju sinni og inngrónu singirni yfir hlut allra, lamandi allt frelsi, tefjandi framgang allra allsherj- arumbóta, og sniðandi kristindóm, almenningsálit, lögskil og stjórnarhætti eftir mynd og líkingu hins gamla Mammon." Harður var dómur þjóðskálds vors þá, en allt átti þetta ástand þó eftir að hríðversna. Auðvaldið ameriska var 1893 rétt að slíta barnsskónum. Spill- ing réttarfarsins og alræði auðsins var rétt að byrja sinn djöfladans. 196

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.