Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 43
SAMIÐ VIÐ SJÓMENN
Fyrir áramót tókust samningar við fiski-
menn. Var það ekki sízt fyrir atfylgi sjáv-
arútvegsráðherra að samkomulag tókst í
kjaradeilu bátasjómanna. I þeim samningum
og í hækkuðu fiskverði fengu sjómenn um-
talsverðar kjarabætur:
1’ Tryggingin hækkar um ca. 30% og
verður nú yfir 30 þúsund kr. fyrir háseta á
mánuði.
2. Fiskverð hefur einnig hækkað um ca.
30%, 18 — 19% s. 1. sumar, er ríkis-
stjórnin setti bráðabirgðalög um breytingar
á greiðslum í verðjöfnunársjóð fiskiðnaðar-
ins og svo um 10% nú um áramótin.
Samningarnir við sjómenn voru einnig
gerðir til tveggja ára — og kemur meðal
annars fram í löngu samningstímabili sú
gjörbreyting sem nú er orðin á andrúmslofti
milli ríkisstjórnar og verkalýðs.
Um samninga sjómanna: Sjá Þjóðviljann
9. janúar.
FÉLAGSLEGUR
STÖRVIÐBURÐUR
Lífeyrisbæmr almannatrygginga hækka
verulega um nýliðin áramót. Sú hækkun er
svo mikil ásamt ýmsum breytingum á lögun-
um um almannatryggingar, að telja má fé-
lagslegan stórviðburð. Er fjallað sérstaklega
um þetta mál nú í Rétti.
1. DESEMBER
I HÁSKÖLANUM
Vinstrisinnaðir stúdentar, sem nefndu sig
„SJÁLFSTÆÐISMENN" unnu kosningarn-
ar um fyrirkomulag hátíðahaldanna 1. des-
ember í Háskóla íslands að þessu sinni. Sam-
koma stúdenta var haldin í Háskólábíói
(hingað til yfirleitt í hátíðasalnum) og var
1. desember helgaður brottför bandaríska
hernámsliðsins frá Islandi. Var mikil þátt-
taka í hátíðahöldum stúdenta og greinilegt
að brottför hersins á yfirgnæfandi fylgi að
fagna meðal unga fólksins í landinu.
ÁNÆGJULEG
HEIMSÓKN
Hingað kom í lok nóvember fulltrúi
bráðabyrgðabyltingarstjórnarinnar í Suður-
Vietnam, Phon Hoi. Hann var víða með
fundi og haldinn var sérstakur fundur um
Vietnammálið í Háskólabíói þar sem Phan
Hoi var aðalræðumaðurinn. Megintilgangur
farar hans til Islands var að kynna Islending-
um 7 punkta í friðartillögum Vietnama á
Parísarfundunum. Þessir sjö punktar hafa
ekki verið birtir áður í Rétti og fara nú
hér á eftir í heild.
„Friðartillaga í 7 liðum, lögð fram af frú
Nguyen Thi Binh, ráðherra, á 119- allsherjar-
arfundi Parísarráðstefnunnar um Víetnam,
1. júlí, 1971:
1. Um brottflutning bandaríska herliðsins
Bandaríska stjórnin verður að binda endi
á árásarstríð sitt í Víetnam, leggja niður
stefnu sína um „víetnamíseringu" stríðsins,
flytja á brott frá Suður-Víetnam alla her-
menn, starfsfólk hersins, vopn og stríðstæki
Bandaríkjanna og annarra erlendra herja í
sveit Bandaríkjanna, og leggja niður allar
bandarískar herstöðvar í Suður-Víetnam, án
þess að setja fyrir þessu nokkur skilyrði.
Bandaríska stjórnin verður að setja loka-
dagsetningu á brottför alls bandárísks herliðs
219