Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 46
Engar herstöðvar
á friðartímum
„Hinsvegar töldu Islendingar að
réttur til herstöðva á (slandi er-
lendu ríki til handa væri ekki
samræmanlegur sjálfstæði íslands
og fullveldi".
Ólafur Thors á Alþingi 1946.
,,Við skýrðum rækilega sér-
stöðu okkar sem fámennrar og
vopnlausrar þjóðar, sem hvorki
gæti né vildi halda uppi her sjálf
og mundum vér þvi aldrei sam-
þykkja, að erlendur her né her-
stöðvar væru á landi okkar á
friðartímum. Dean Acheson utan-
ríkisráðherra og starfsmenn hans
skildu fyllilega þessa afstöðu okk-
ar. Er þvi allur ótti um það að
fram á slíkt verði farið við okkur,
ef við göngum i bandalagið, ger-
samlega ástæðulaus".
Bjarni Benediktsson, i Morg-
unblaðinu 22. marz 1949, (um
inngöngu í Atlandshafsbanda-
lagið).
Barnamorð Bandarikjanna
í Víetnam
I gær sögðu þau: ,,Ó, börnin
okkar deyja". í dag sögðu þau:
,,Ó, börnin okkar deyja". Og ef
þau segja líka á morgun: ,,Ó,
börnin okkar deyja", þá spyrja
hinir óhlutdrægu fréttamenn Vest-
urlanda: „Hve lengi ætlið þið að
halda áfram þessum áróðri?"
Sara Lidman.
„Striðið í Víetnam er eitthvert
hryllilegasta strið veraldarsögunn-
ar“.
U Thant, aðalritari Samein-
uðu þjóðanna.
Yfirlýsing Bandaríkja-
stjórnar við inngöngu
islands í Nato — og
skilyrði íslands fyrir
inngöngunni:
1. Að ef til ófriðar kæmi mundu
Bandalagsþjóðirnar óska svipaðr-
ar aðstöðu á Islandi og var í sið-
asta striði, og það myndi alger-
lega vera á valdi islands sjálfs,
hvenær sú aðstaða yrði látin i té.
2. Að aliir samningsaðilar hefðu
fullan skilning á sérstöðu Islands.
3. Að viðurkennt væri að Is-
land hefði engan her og ætlaði
ekki að stofna her.
4. Að ekki kæmi til mála, að
erlendur her eða herstöðvar yrðu
ó Islandi á friðartimum.
Þegar hús nágrannans
brennur...
„Sumir okkar, hvítir og blakkir,
vita hvílíkt verð hefur þegar orð-
ið að greiða til þess að skapa
nýja meðvitund, nýtt fólk, nýja
þjóð, sem ei var áður til. Ef við
vitum þetta og gerum ekkert, þá
erum við verri en morðingjarnir
sem leigðir eru í okkar nafni.
Ef við vitum þetta, þá verðum
við að þerjast fyrlr lifi þínu eins
og það væri okkar eigið lif —
sem það og er — og gera með
likömum okkar leiðina til gas-
klefans ófæra. Þvi ef þeir taka
þig um morguninn, þá koma þeir
til að taka okkur um kvöldið."
James Baldwin í opnu bréfi
til Angelu Davis 19. nóv.
1970.
o
„Þegar sjötti hluti almennings
hjá þjóð, sem hefur tekið að sér
að vera helgireitur frelsisins, eru
þrælar, — og þegar ráðist er á
land og það hertekið að ósekju
af erlendum her og gert undir-
orpið herlögum, þá álít ég ekki
seinna vænna fyrir heiðarlega
menn að rísa upp og gera bylt-
ingu. Það sem gerir þessa skyldu
enn brýnni er að hið hertekna
land er ekki vort eigið, en inn-
rásarherinn er vor".
Henry David Thoreau, frægur
bandarískur rithöfundur (1817
—1862) um árásarstríð
Bandaríkjanna á Mexiko
(1846—’47).
„Ef stelirðu litlu“ ...
„Tíu framkvæmdastjórar Gen-
eral Electric Company, sem 1961
voru dæmdir fyrir að hafa tekið
með ólöglegu verðlagi fé, sem
skipti tugum miljóna dollara, eru
lögbrjótar og nokkrir þeirra sátu
nokkra mánuði í fangelsi .Samt
álítur þjóðfélagið þá ekki glæpa-
menn.
En hinsvegar er unglingur, af
kyni Mexíkana eða blökkumanna,
sem er álitinn hafa stolið 10
dollara virði úr matvörubúð, ekki
aðeins álitinn glæpamaður af
þjóðfélaginu, heldur leyfist og
lögreglunni að beita sér gagnvart
honum refsilaust vegna þessarar
grunsemdar. Lögreglan getur
222