Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 8

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 8
Fremstu bekkir í troðfullu Háskólabíói 1. des. Phon Hoi, fulltrúi byltingarstjórnarinnar i Suður-Vietnam var heiðursgestur, er 5. frá vinstri á fremsta bekk. Sú kynslóð er tók við þjóð vorri fullvalda o" hlutlausri úr höndum baráttumannanna gegn danska valdinu 1. desember 1918, hún afsalaði landsréttindum í hendur bandaríska herveldinu og fórnaði hlutleysi vopnlausrar þjóðar á altari hernaðarbandalags nýlendu- kúgara. I rúman aldarfjórðung hafa því þegn- ar hins íslenzka lýðveldis búið við skert landsréttindi og stöðugt hefur verið gengið á þau. Þegar stúdentar helga fnllveldisdaginn baráttnnni fyrir brottför hersins, þá er það yfirlýsing um, a'5 þeir telja þjóðina ekki full- valda meðan erlcndur her dvelnr í landinu. Þannig hefja stúdentar í dag enn á ný bar- áttu fyrir algeru fullveldi Islands — fyrir friðlýstu landi! Þegar við í dag hefjum nýja sókn í bar- áttunni fyrir brottför hersins, er vert að hug- leiða áfangana í herleiðingu þjóðarinnar. Ar- ið 1945 höfðu íslenzkir valdamenn enn ein- urð til að neita Bandaríkjastjórn um „land af okkar landi" undir herstöðvar til 99 ára. — Árið 1946 á haustnóttum að afstöðnum þingkosningum var samið um dulbúna „her- vernd' með samþykkt Keflavíkursamnings- ins. — Tveim árum síðar komst asni klyfj- aður gulli, hin svonefnda Marshallaðstoð, inn fyrir bo'garmúra hins íslenzka dvergrík- is. Skyldu þær klyfjar búa í haginn fyrir inn- göne,u Islar.ds í Atlantshafsbandalagið árið 1949. Aðildin að Nato var fráhvarf frá hlut- leysisyfirlýsingu íslendinga í sambandslaga- samningnum frá 1. des. 1918. Þá hætti þessi vopnlausa smáþjóð að standa utan v.‘ð skák- 184

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.