Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 32

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 32
fært Evrópu forystuhlutverk i málefnum friðar og framfara. Á sama tíma liggja skörpustu landamæri tveggja fjandsamlegra hernaðarblokka einmitt um Evrópu, hér er mestur samdráttur herliðs á friðartimum og hér er allt yfirfullt af kjarnorkuvopnum. I Vestur- Evrópu er staðsettur verulegur hluti erlendra her- bækistöðva Bandarikjanna og þar eru um 7200 eldflaugar hlaðnar kjarnavopnum. Afvopnun er efnisleg forsenda aukins öryggis, og almenningur í Evrópu getur ekki látið framtíðar- þróunina sér í léttu rúmi liggja; verður hún aukið vígbúnaðarkapphlaup og útbreiðsla kjarnavopna eða niðurskurður herliðs og minnkaður vopnabúnaður, kjarnavopnalaus belti og upplausn hinna andstæðu bandalaga eða að minnsta kosti hernaðarsamtaka þeirra sem fyrsta skref? öðru má heldur ekki gleyma: þótt hernaðar- og hefndarsinnar eigi þessa stundina erfitt uppdráttar, eru þeir samt ekki horfnir af sviði stjórnmálanna. Þess er ekki að vænta, að þessi öfl horfi þegjandi og hljóðalaust á áhrif sín fara dvínandi; allt bendir til þess, að þeir hyggi á gagnsókn. Nýafstaðið flokksþing Kristilegra Demókrata i Vestur-Þýzka- landi hlýtur að vekja ugg þeirra, sem vilja fylgjast með tímanum. Fjandmenn minnkaðrar spennu og ráðstefnu um öryggismál Evrópu eru einnig ófáir í öðrum vest- rænum löndum. Nægir þar að minna á ögrun Bretlandsstjórnar gegn starfsmönnum sovézkra stofnana I London. Sýnilega verða enn gerðar margar tilraunir til að leggja stein í götu ráð- stefnunnar, og þeim verður ekki rutt úr vegi, nema friðarsinnaður almenningur fylki sér þétt saman gegn afturgöngum fortíðarinnar. Frá fjandskap til samvinnu Lausn vandamála í Evrópu hefur slika þýðingu fyrir örlög friðarins og alls mannkyns, að bæði ríkisstjórnir og almenningur beina athygli sinni að þessum málum framar öllu öðru. Ríkisstjórnir hafa náð vissum árangri sín á milli. Á sama tima vex þeirri viðleitni stöðugt fiskur um hrygg að þjappa saman almenningi í Evrópu til að standa vörð um öryggi álfunnar og efla samstarf. Er hægt að gera upp á milli þessara hreyfinga? Varla. Skipulag þeirra og starfshættir liggja á tveimur mismunandi sviðum; og hvað lokatakmörkum þeirra viðvikur, þá geta þær aðeins eflt hvor aðra og bætt hvor aðra upp báðum til hags. öflugur vettvangur með þátttöku helztu al- menningssamtaka Evrópulanda, Bandaríkjanna og Kanada gæti stuðlað að árangri á ráðstefnum rikja. Á slíkum vettvangi gæti mikill fjöldi þátt- takenda tekið þátt í umræðum, hægt væri að meta mismunandi skoðanir á brýnustu vandamálum, bera fram og leggja undir dóm almennings og rik- isstjórna jákvæðar tillögur varðandi öryggiskerfi Evrópu og einstaka þætti þess, og varðandi starfs- aðferðir og form samvinnu á þreiðum grundvelli. Til eru og þau mál, sem verða ekki leyst án virkrar þátttöku almennings og með tilliti til sér- stöðu hans. Hér er átt við það verkefni að skapa rótfast, „sálfræðilegt andrúmsloft", hlynnt samvinnu og auknum samskiptum, meiri trúnaði og betri gagn- kvæmum skilningi milli þjóða; ennfremur það verk- efni að varðveita menningarverðmæti þjóða og auðga og þróa hina húmanísku og lýðræðislegu þætti þjóðlifsins, að ala hina uppvaxandi kynslóð í anda friðar, en ekki í hernaðaranda, og margt fleira. Af þessu má vera Ijóst, hve brýnt það er í dag að efla hreyfingu almennings til stuðnings ráðstefnu Evrópuríkja og á enn breiðari grundvelli: til að festa nýtt pólitískt andrúmsloft í sessi í álfu okkar. Það er erfitt að spá um framtíðina. Þó er ástæða til að ætla, að Evrópu muni takast að sigrast á andstöðu afturhaldsaflanna og þungbærum arfi for- tíðarinnar, að hún eigi nýtt blómaskeið í vændum, þegar öllum menjum siðustu heimsstyrjaldar verð- ur útrýmt og fjandskapur víkur fyrir samvinnu. Breiður vettvangur almennings gæti á þessum ör- lagariku timamótum gert sitt til, að álfa vor snúl inn á þessa þreyðu braut. 208

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.