Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 33

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 33
EINAR OLGEIRSSON ATOKIN UM ÁÆTLUNARBÚSKAP Á ÍSLANDI Síðustu þrjátíu árin hafa átök um áætlun- arbúskap hvað eftir annað verið höfuðatriði í pólitískum átökum á landi voru. Er það eðlilegt þar sem ríkisstjórn á Islandi er fram- ar öllu stjórn á efnahagslífi. Og í öllu nú- tíma þjóðfélagi, kapitalistisku sem sósíalist- isku, stefnir öll þróun í átt til stærri heilda, aukinnar skipulagningar og þarmeð áætlun- argerðar og burt frá einstaklingsrekstri þeim, er setti mark sitt á atvinnulíf 19- aldar. Og smæð þjóðar vorrar gerir heildarstjórn á þjóð- arbúskapnum enn nauðsynlegri. Núverandi ríkisstjórn, íslenzka alþýðu- stjórnin, hefur í málefnasamningi sínum ákveðið að koma á stofnun, sem hafa skuli ;,á hendi heildarstjórn fjárfestingarmála" og sett lög um Framkvæmdastofnun ríkisins. Ef giftusamlega á að takast til um framkvæmd þessa stórmáls, er holt að hafa hliðsjón af fyrri reynslu og ekki síst hver vandkvæði hafa verið á að stjórna þeim málum með Framsókn, því nú veltur mikið á að einmitt Framsóknaraðferðir fyrri tíma endurtaki sig ekki, þegar framtíðarheill þjóðarinnar velmr á því að vel takist samstarf verkalýðsflokk- anna og Framsóknar. Skal því rifja upp þrjár höfuðtilraunir til áætlunarbúskapar. I. ,,RAUÐKA“ Eftir 1930 skall heimskreppa auðvalds- skipulagsins af fullum þunga yfir Island með 209

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.