Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 12
ASGEIR BL. MAGNUSSON
FYLGT ÚR HLAÐI
Ræða flutt við framsögu um stefnuskrá á
landsfundi Alþýðubandalagsins i nóv. 1971
Góðir fclagar!
Það er nú liðið nokkuð á þriðja ár, frá
því að nefnd þeirri, er skilar hér af sér
störfum, var falið að vinna úr stefnuskrár-
drögum þeim, sem fjallað var um á ráðstefnu
Alþýðubandalagsins 1968 og helzt að gera
úr þeim heillega stefnuskrá.
Nefndin hefur haldið allmarga fundi og
rætt efnið, samið upp flesta kaflana, fellt úr
og bætt nýjum við. Þó hefur henni orðið
miklu minna úr verki en skyldi, enda þeir,
sem hana skipa, verið önnum kafnir í öðru
og haft lítinn tíma aflögu.
Það, sem hnn skilar af sér, eru því enn
aðeins drög að stefnuskrá, enda þótt að þau
kunni að vera eitthvað heillegri en hin fyrri.
Hitt er Jxí verra, að ekki hefur gefizt tími
til að viðra þær hugmyndir, sem stefnuskrá-