Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 18

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 18
EINAR OLGEIRSSON DÓMSMORÐ AMERÍSKRAR ALDAR Nú þegar dauðadómur vofir yfir Angelu Davis, hinni stórgáfuðu, hrifandi blökkustúlku, heimspek- ingi og kommúnista, — þá er nauðsynlegt tií þess að gera sér Ijósa hættuna, að ryfja upp þá réttar- glæpi, sem Bandaríkin eru alræmd fyrir, þegar verklýðshreyfingin á í hlut. Bandarikin eru að visu í dag i augum margra hið óhugnanlega land glæpa og glæpafélaga — þar sem ekki sé vogandi að ganga um götur stórborga að kveldi, — en fyrir þá, sem þekkja sögu amerískrar verklýðshreyfingar, eru þau riki réttarglæpanna ,,par excellence''. Og þeir réttarglæpir eru aldrei endurskoðaðir, það kemur enginn amerískur Krústjoff og ásakar sig og aðra valdhafa fyrir þau ódæði, sem bandariskir dómstólar hafa drýgt í heila öld gagnvart baráttu- mönnum verklýðshreyfingarinnar. Hér skal nú aðeins minnt á nokkra af helztu réttarglæpum Bandarikjanna síðustu 100 ár. Skal þá alls ekki rætt um öll þau morð, sem bandarískir atvinnurekendur hafa látið einkalögreglu sína og njósnara fremja á verkfallsvörðum og öðrum bar- áttumönnum, né heldur reynt að skrá svo tæmandi sé réttarglæpina sjálfa, heldur aðeins minna á þá allra sögulegustu. 1. Molly Maguires Verklýðshreyfingin átti erfitt uppdráttar i Banda- ríkjunum sem víðar. Kreppa, er skall yfir 1873, var hagnýtt vægðarlaust af auðmönnunum til þess að ganga milli bols og höfuðs á byrjandi samtökum verkamanna. Og það tókst í mörgum tilfellum alltof vel. Þá var það að írskir kolanámuverkamenn skipu- lögðu leynisamtök verkamanna, eftir að námumenn höfðu beðið mikinn ósigur i sjö mánaða verkfalli 1874—75. Irar voru vanir leynisamtökum. Þeir höfðu skipulagt þau i heimalandinu gegn jarðdrottnunum. Þeir kölluðu leynisamtökin sín Molly Maguires eftir konu einni, er stjórnaði leynisamtökum heima á írlandi eftir 1840. Þeir höfðu byrjað með þau eftir 1850 í Pennsylvaníu, haldið vel leyndum nöfnum leiðtoganna og smásaman eflst, unz þeir 1875 gátu skipulagt allsherjarverkfall. Um nokkurt skeið voru 6000 deildir I samtökum þessum. — Þess má geta að samkvæmt opinberri skýrslu, sem Marx getur um, voru þá af 22000 kolanámumönnum á Schuye- kill-svæðinu 5000 börn sjö ára og eldri vinnandi i námunum.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.