Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 31

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 31
stefnu almenningssamtaka fyrir alla Evrópu. Hafði Brusselfundur fulltrúa almennings í Norðurálfu frumkvæði um að kalla saman allsherjarþing, sem „orðið gæti til að hvetja enn frekar til samvinnu og aukinnar einingar allra pólitiskra, efnahagslegra og félagslegra afla til að tryggja Evrópu friðsam- lega og lýðræðislega framtíð." Sovézkur almenningur brást vel við þessari mála- leitan og taldi vænlegt til árangurs, að fulltrúar alþýðusamtaka með mismunandi stjórnmálaskoð- anir kæmu saman á breiðum grundvelli til að ræða möguleika friðsamlegrar þróunar i Evrópu. Það gefur auga leið, að eðli slikrar samkomu hlýtur að verða slíkt, að þar lendir saman ólíkum skoðunum og hugmyndum, og ekki er hægt að ætlast til, að túlkun þeirra leiði til þess, að einhver verði að láta af sannfæringu sinni. I því tilviki er aðeins eitt að gera: Ef góður vilji er fyrir hendi, getur fólk með mismunandi hugmyndafræði og skoðanir sameinast í leit að leiðum og úrræðum til að treysta friðinn og til að styðja sérhvert heilbrigt frumkvæði í þessu efni. Slíkur vettvangur gæti að voru áliti orðið stofn- un algerlega nýrrar tegundar, sem ekkert fordæmi ætti sér i sögu alþýðuhreyfinga álfu vorrar. Hún verður að teljast möguleg i dag, þegar tillit er tekið tii nýrra viðhorfa og nýrra jákvæðra strauma, sem eru að koma fram bæði i milliríkjasamskiptum og i stjórnmálum og félagsmálum einstakra Evrópu- rikja. Almenningur og utanrikismál Nú kann einhver að spyrja: Er þörf á frekari umsvifum almennings nú, einmitt þegar glögglega er tekið að draga úr spennu hvort eð er? Með öðrum orðum: Hvort á við þessar aðstæður að vera hlutverk samtaka og hreyfinga almennings — áhorfandans, sem virðir fyrir sér hina nýju strauma, eða hins virka baráttumanns, sem gerir þá að veruleika? Hinir ýmsu straumar ryðja sér ekki braut sjálf- krafa og hjálparlaust. Hið mikla hlutverk alþýðu manna er að festa í sessi allar jákvæðar breyting- ar og ýta undir frekari þróun á þessu sviði. Nú eru þeir timar löngu liðnir, er utanrikismál voru einkamál ríkisstjórna og atvinnudiplómata. Á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum, urðu þáttaskil árið 1917, eins og jafnvel þeir menn við- urkenna, er engan veginn verða grunaðir um sósíal- ískar skoðanir. Þannig skrifar t. d. Walter Lipp- mann, að einmitt eftir 1917 hafi „almenningsálitið farið að hafa úrslitaáhrif á ákvarðanir í þessum efnum . . . Skoðanir fjöldans eru að verða öflugt vald á vorum timum". Alþjóðlegt öryggi, efling friðar og samstarfs i Evrópu, er mál, sem allan almenning varðar. Þau snerta beinlinis lifshagsmuni allrar alþýðu, allar stéttir þjóðfélagsins og stjórnmálaflokka þess. Ástandið í heiminum skapar ekki aðeins ákveðnar forsendur fyrir virkri ihlutun hinna viðtækustu al- menningssamtaka i málefni stríðs og friðar; það beinlinis skyldar þau til hennar. Tilvera múgmorðstækja kallar á sem víðtækasta samstöðu allra þjóðfélagshópa til að berjast fyrir auknu öryggi í heiminum. Hættan á atómstriði er alheimsmál, og það gerir friðarhreyfinguna alþjóð- lega, gerir hana að sameiginlegum málstað allra Evrópumanna og annarra þjóða. Á þessum vettvangi geta unnið saman verkalýðssambönd mismunandi flokka, kommúnistar, vinstri sósialistar, sósialdemó- kratar, bændasamtök, kvenfélög, æskulýðshreyf- ingar, starfsmenn vísinda og menningar, fulltrúar klerkastéttarinnar og ýmissa friðarsamtaka, þing- menn og framkvæmdamenn. Það sem almenning í Evrópu varðar mestu i þessu sambandi, er vax- andi viðleitni hinna margvislegustu þjóðfélagshópa að gera Evrópu að álfu friðarins og ýta undir já- kvæð áhrif hennar á gang heimsmálanna. Evrópa i heimi nútimans Evrópa er þéttbýl. Á 10,5 millj. ferkilómetra svæði búa 647 millj. manns. Hér eru saman komin ótöiu- leg efnisleg og menningarleg verðmæti. I Evrópu hófust báðar heimsstyrjaldirnar, sem leiddu til út- rýmingar milljóna manna og eyðileggingar ómetan- legra menningarverðmæta. Hagveldi Evrópu er gifurlegt; hún ræður yfir helmingi allrar iðnframleiðslu og tæknimenntaðra manna i heimi. Samstarf, er næði til allrar álfunn- ar, mundi opna mikla möguleika á þvi að samræma og fullkomna efnahagsleg tengsl milli rikjanna í Austur- og Vestur-Evrópu. Það mundi skapa skil- yrði fyrir betri árangri i visindum og tækni, sam- göngumálum, orkumálum, umhverfisvernd og heil- brigðismálum. Þetta gæti svo að sínu leyti hjálpað til að leysa vandamál á sviði efnahags- og félags- mála, er tengd eru visinda- og tæknibyltingunni. Samvinna er þannig ekki aðeins hagkvæm fyrir öll riki i Evrópu; hún er einnig i samræmi við hagsmuni þjóða allra landa og heimshluta og gæti 207

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.