Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 30
V. SJAPOSNIKOV
HLUTVERK ALMENNINGS
I
ÖRYGGISMÁLUM EVRÓPU
V. Sjaposnikov er fulltrúi Sovétrikjanna i nefnd,
sem fjallar um öryggismál Evrópu. Birtist grein
þessi eftir hann nýlega i „New Times", timariti,
sem fjallar mjög um utanrikismál. Greinin á mikið
erindi til alþýðu sökum mikilvægis þessa máls. f
málefnasamningi núverandi rikisstjórnar segir: „Rik-
isstjórnin er samþykk því að boðað verði til sér-
stakrar öryggisráðstefnu Evrópu".
Á siðustu mánuðum hafa ýmsir þeir atburðir
gerzt í alþjóðamálum, er haft hafa í för með sér
verulegar jákvæðar breytingar, sem þó eru mest
áberandi i Evrópu. Þær hugmyndir, sem felast í
friðar- og samstarfsstefnuskrá 24. þings KFS
(Kommúnistaflokks Sovétríkjanna), halda áfram að
öðlast hljómgrunn víða um lönd, bæði meðal ríkis-
stjórna og almennings.
Ný viðhorf — nýjar horfur
Ef nefna skal helztu tíðindi, er orðið hafa til
að hreinsa pólitískt andrúmsloft í Evrópu, þá skal
fyrst telja sáttmála Vestur-Þýzkalands við Sovétrík-
in og við Pólland, sem að vísu hafa ekki enn verið
staðfestir, þótt undirritaðir séu. Þessir sáttmálar
grundvallast fyrst og fremst á viðurkenningu frið-
helgi landamæra, sem dregin voru eftir stríð. Þá
ber að geta fjórveldasamkomulagsins um Vestur-
Berlín, sem miðar að því að útrýma einni helztu
orsökinni fyrir spennu í Evrópu. Samfara auknu
pólitísku raunsæi færast samskipti Evrópuríkja með
ólíku stjórnarfari æ meira í eðlilegt horf, þar með
samskipti Austur- og Vestur-Þýzkalands.
I fyrsta skipti, síðan styrjöldinni lauk — og ef
til vill í fyrsta skipti í allri sögu álfunnar — gerir
nú ekkert Evrópuriki opinberar landakröfur á hend-
ur öðrum. Segja má, að aldrei fyrr hafi jafn miklir
möguleikar verið að efla friðinn og nú, á að hefja
marghliða viðræður til undirbúnings að ráðstefnu
Evrópurikja um öryggis- og samstarfsmál.
Jafnframt þessari mikilvægu framvindu á sviði
utanrikismála — og að nokkru leyti fyrir áhrif frá
henni — fer fram breyting á styrkleikahlutföllum
pólitískra afla í ýmsum löndum Vestur-Evrópu; að-
staða aflanna yzt til hægri hefur versnað nokkuð.
Hafa nú skapazt enn betri horfur á, að hægt verði
að mynda breiða samfylkingu lýðræðisaflanna á
grundvelli ýmissa samtaka almennings og alþýðu-
hreyfinga, en að undanförnu hefur tekið að bera á
áhuga á auknu samstarfi meðal þessara afla.
Sú hugmynd kom upp að halda víðtæka ráð-
206
j