Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 4

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 4
bæði væru bótaþegar. Nyti annað hjóna bóta átti að hækka þær í 7000 kr. ef samanlagðar tekjur þeirra færu þá ekki yfir 13300 kr. Hækkunin, sem hver átti að fá, var sú upp- hæð, sem hann skorti til þess að ná þeim tekjumörkum, sem hér hafa verið greind, og kostnaður af þessari lágmarkstekjutryggingu var áætlaður 85 milj. kr. á ári. Yms önnur hækkunarákvæði voru í lög- unum. Lífeyristryggingar átm almennt að hækka um 20%, en barnalífeyrir þó um 40%. Réttur til barnalífeyris var einnig rýmkaður. Hann átti að greiðast til 17 ára aldurs í stað 16 ára áður, og gert var að skyldu að greiða lífeyri með barni látinnar móður, en þar var um verulega afstöðubreyt- ingu hjá lagasmiðum að ræða. Tryggingalöggjöfin hefur frá upphafi mótast af þeirri þjóðfélagsmynd, að faðir væri framfærandi barns, en móðir ekki nema í einstökum tilvikum. I samræmi við það hefur lífeyrir verið greiddur með barni, ef faðirinn er látinn eða öryrki. Sé móðirin hins vegar látin eða öryrki hefur verið mikil tregða á að viðurkenna að barnið hafi misst framfæranda. Orðanna hljóðan í lögunum var á þessa leið. „Tryggingaráð getur ákveðið að greiða ekkli allt að fullum barnalífeyri, ef fráfall eiginkonu veldur tilfinnanlegri röskun á afkomu hans”. Ekki var gert ráð fyrir hækkun fjölskyldu- bóta, sem greiddar eru með öllum börnum án tillits til aðstæðna, að þessu sinni, enda hefur hækkun þeirra oftast verið í tengslum við dýrtíðar- eða vísitöluráðstafanir af ein- hverju tagi, í stað þess að fylgja öðrum bótum. Alþýðubandalagið hélt því hiklaust jram, að óverjandi vceri að láta jramkvcemd þessara umbóta bíða áramótanna, og fleiri voru sama sinnis. I málefnasamningi stjórnar Ólafs Jóhannessonar er því kveðið svo á að flýta skuli lögtekinni hækkun elli- og örorkulíf- eyris með setningu bráðabirgðalaga. Það kom í hlut Alþýðubandalagsins að jara með trygg- ingamál í hinni nýju ríkisstjórn, og það fyrsta sem skráð er í stjórnartíðindum eftir stjórn- arskiptin eru bráðabirgðalög Magnúsar Kjart- anssonar, þar sem ákveðið er, að gildistöku- dagur allra ákvceða laganna um hcekkun bóta og rýmkun á rétti bótaþega skuli vera 1. ágúst 1971 í stað 1. janúar 1972. Þar með varð lágmarkstekjutryggingin staðreynd, almennur elli- og örorkulífeyrir hækkaði i 5880 kr. á mánuði, en barnalíf- eyrir í 3009 kr. Þrátt fyrir þessar lagfæringar vantaði enn mikið á að hlutur bótaþega væri viðunandi, og í ágústmánuði skipaði tryggingaráðherra nefnd til þess að framkvæma það ákvæði stjórnarsáttmálans, „Að endurskoða allt tryggingakerfi, m. a. með það fyrir augum að greiðslur almannatrygginga t'l aldraðs fólks og öryrkja verði hækkaðar að því marki, að þær nægi til framfæris þeim bóta- þegum, sem ekki styðjast við aðrar tekjur". Sú nefnd hefur ekki lokið heildarverkefni sínu, en í desember var samþykkt á Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á almanna- tryggingalögum, sem nefndin hafði samið. Þar er fyrst og fremst fjallað um það meg- inverkefni að tryggja afkomu þeirra, sem ekki styðjast við aðrar tekjur en trygginga- bætur, og lágmarkstekjutryggingin hækkuð úr 7000 kr. á mánuði í 10.000 kr. fyrir ein- stakling og úr 13-300 kr. í 18.000 fyrir hjón. Kostnaður af þessari hækkun er áætlaður tæpar 260 milljónir króna árið 1972. Með þessari myndarlegu hcekkun höfum við kom- izt mjög ncerri því að tryggja bótaþegum tekj- ur, sem cetla má að geti nokkurn veginn hrokkið fyrir nauðþurftum a. m. k., ef ekki er um mikil útgjöld vegna húsnæðis að ræða. 180

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.