Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 13

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 13
in hefur að geyma — eða það snið, sem hún hefur fengið — senda hana í félögin til um- ræðu, gagnrýni og ábendinga — og jafnvel ekki tekizt að koma henni í tæka tíð í hend- ur þeirra fulltrúa, er þennan landsfund sitja. Stefnnskrá verður að dæma sig sjálf, mæla með sér eða áfella. — Og þó að ég hafi fallizt á að fylgja þessum drögum úr hlaði með fáeinum orðum, er það ekki ætlun mín — enda tilgangslítið — að fara að fjalla hér um einstök stefnuskráratriði, heldur hitt að drepa á almennt inntak og snið þessa plaggs og það, sem fyrir okkur vakti með þeirri gerð, er það hefur fengið eða við ætluðumst til, að það fengi. Einn samnefndarmaður minn, Loftur Gutt- ormsson, víkur ef til vill hér á eftir að ein- stökum köflum stefnuskrárinnar, eftir því sem honum þykir ástæða til. En hvernig á þá stefnuskrá að vera? Mönn- um kann að virðast svona í fljótu bragði, að því sé auðsvarað; stpfnuskrá hljóti að mótast af þeim markmiðum, sem viðkomandi flokk- ur hefur sett sér og þeim leiðum, er hann kýs að fara til þess að ná þeim, sem sé því, sem flokkurinn vill og hvernig hann hyggst að koma því fram. Víst er þetta rétt, svo langt sem það nær. Alþýðubandalagið er t.d. sósí- alískur flokkur, stefnir að því að koma á sósí- alisma og vill fara til þess lýðræðis og þing- ræðisleið. Og að sjálfsögðu setur þetta svip sinn á stefnuskrána. En það ræður þó síður en svo öllu um gerð hennar. Hvað er t.d. um þá utanþingsbaráttu af margvíslegu tagi, sem hverjum sósialískum flokki er nauðsyn á að heyja, ef vel á til að takast? Hvað um tengsl flokksins við almenning og innri gerð hans? Hvað um samband fjarlægari markmiða og stundaráfanga? Eiga t. d. tímabundin dægur- mál heima í slíkri stefnuskrá? Og hvað um það þjóðfélag, sem við lifum við, skilgrein- ingu þess og krufningu og lýsingu á sögu- legri þróun þess? Hve mikið rúm á hún að skipa? Og hvað um viðhorf flokksins til ann- arra sósíaliskra eða hálfsósíaliskra flokka og inntaks þess og sniðs, sem sósíalisk þjóðfélög, er upp hafa risið, hafa fengið í sögunnar rás? Kannski mætti orða þessar spurningar allar örlítið öðruvísi. Fyrir hverja erum við að semja stefnuskrá, og hvert hlutverk er henni ætlað? A stefnuskrá aðeins að vera stutt og gagnorð skilgreining á núverandi þjóðfélagi og sósíaliskum úrræðum, knöpp samantekt á hugmyndakerfi flokksins — eða öllu heldur þeirri niðurstöðu, sem flokkurinn eða virkasti hluti hans hefur komizt að — og fyrst og fremst eða eingöngu fyrir hann? Eða á hún að höfða meir til hins almenna fylgjanda og þeirra, er utan við standa, ræða viðfangsefnin í lengra máli og reyna að lýsa þeim og skýra þau ger? Við höfum tekið þann kostinn að gera þennan síðarnefnda þátt eða hlið stefnu skrárinnar gildari en ella. Og má kannski sýnast svo, að með því hafi þetta plagg feng- ið á sig meiri hugleiðingastíl eða ritgerðar- blæ en æskilegt sé eða tíðkast almennt á stefnuskrám. Þetta viðhorf okkar kemur helzt fram í þrennu. I fyrsta lagi höfum við lagt á það ríka áherzlu, að Alþýðubandalagið væri sósíaliskur fiokkur, sem léti sér ekki nægja smáumbætur á þessu þjóðfélagi, heldur stefndi út fyrir umgerð þess. Við höfum því gert okkur nokkurt far um að lýsa sósíalisk- um úrræðum og þeirri þjóðfélagsskipan, sem að væri stefnt. Er það gert í þeirri trú og vissu, að sósíalisminn, sé sá eini raunhæfi valkostur, sem við eigum, og jafnframt til að greina markmið okkar og stefnu frá ýrnsum þoku- kenndum samsuðuhugmyndum í þessum efn- urn. Auk þess gefur rækilegri greinargerð tilefni til frekari umræðu og ábendinga um gerð sósíalisks skipulags á Islandi. Þá höfum við Ieitazt við að lýsa sem 189

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.