Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 17
ofbeldi og grímulausri misbeitingu lögreglu
og dómstóla.
Rúmt ár er nú liðið frá því Angela Davis
var handtekin af bandárísku alríkislögregl-
unni, FBI, eftir umfangsmikla leit um ger-
völl Bandaríkin. Mál hennar hefur þó ekki
enn verið tekið fyrir, en ákæran hljóðar upp
á tilraun til mannráns og meðsekt að morði.
Málið verður væntanlega tekið fyrir í borg-
inni San Jose, sem liggur um 80 km fyrir
sunnan San Francisco í Kaliforníu. Angela
Davis hefur að undanförnu setið í fangelsi í
San Rafael í Kaliforníu. Hún situr ein í
gluggalausum klefa, sem er 3 x 3 m að flatar-
máli. A meðan á fangelsisvistinni hefur stað-
ið, hefur henni einungis verið heimilað að
dveljast undir berum himni hálfa klukku-
smnd á viku hverri. Angela hefur í fangels-
inu haft aðstöðu til að ræða við ættingja
sína, nána vini og verjendur. Aðalverjandi
hennar, blökkumaðurinn Howard Moore,
hefur raunar látið svo ummælt, að hann hafi
rökstuddan grun um, að öll samtöl verjend-
anna við skjólstæðing sinn séu hleruð af fang-
elsisyfirvöldunum.
Á síðustu mánuðum hefur víða um lönd
verið háð barátta til stuðnings málstað Ang-
elu Davis. Kjörorð þessara baráttumanna hef-
ur verið: „Komið í veg fyrir dómsmorð á
Angelu Davis". I Bandaríkjunum sjálfum
hafa á undangengnum mánuðum verið stofn-
aðar rúmlega 200 nefndir Angelu til stuðn-
ings, og hafa þær ekki hvað sízt unnið að
því að afla fjár til að kosta vörn hennar
fyrir dómstólunum. Því er nefnilega þann
veg farið í Bandaríkjunum, að réttlætið verð-
ur þar að kaupast dýru verði — ef það þá er
valdhöfunum og þeim sem með dómsvald
fara útbært á annað borð. Meðal kunnra
Bandaríkjamanna, sem hafa beitt sér fyrir
málstað Angelu má nefna klerkinn Ralph
Albernathy, arftaka Martins Luthers Kings,
hnefaleikarann Cassius Clay og kvikmynda-
leikkonuna Jane Fonda.
Angela Davis hefur lýst þeirri skoðun
sinni, að málshöfðunin gegn henni sé ein-
ungis liður í markvissri viðleitni stjórnvalda
til að kveða niður í eitt skipti fyrir öll and-
ófs- og byltingaröflin í bandarísku þjóðfélagi,
en með þeim hætti hyggist valdhafarnir koma
í veg fyrir alla gagnrýni á grundvallarskipan
bandarísks þjóðfélags og ryðja jafnframt úr
vegi virkustu andstöðuöflunum utan þings.
Oneitanlega bendir margt til þess, að ein-
mitt þetta sé hið raunverulega markmið
stjórnvalda í Bandaríkjunum, enda þótt ekki
séu öll kurl komin til grafar. Ekki er óhugs-
andi, að sterkt almenningsálit erlendis geti
haft nokkur áhrif í þá átt að styrkja mál-
stað Angelu gagnvart „réttvísinni", þótt var-
legt sé að treysta slíku. Til þess á bandarísk
réttvísi að baki of mörg spor sem hræða í
viðskiptum sínum við pólitíska andstæðinga.
193