Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 25

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 25
gengizt fyrir þeim fundi, þau samtök gerðu það víðar. — I „Rétt" skrifaði Steinþór Guðmundsson þá ýtarlega grein um Sacco og Vanzetti og birti m.a. umsögn hins kunna sænska lögfræðings Georgs Brantings um málið, en hann hafði rann- sakað það sérstaklega, einnig í Bandaríkjunum þar sem hann heimsótti Sacco og Vanzetti i fangelsinu, og gefið okkur leyfi til birtingar á niðurstöðum sínum. (Sjá Rétt -1927, bls. 185—189). Um réttarmorðin á Sacco og Vanzetti hefur síðan verið ritað ákaflega mikið. Upton Sinclair skrifaði um þá félaga skáldsögu sína „Boston". 6. Frá Scottsboro-drengjum til Soledad-bræðra Það verður of langt fyrir lítið tímarit að ætla að rekja sögu dómsmorða gegn verklýðshreyfingunni í Bandarikjunum ýtarlega öllu lengra. Skal því aðeins í stuttu máli minnt á nokkur af helztu hneykslunum á þessu sviði siðan Sacco og Van- zetti leið. Það var á krepputímunum, þegar 17 miljónir bandarískra verkamanna voru atvinnulausir og miljónir bænda flosnuðu upp eins og John Stein- beck hefur bezt lýst í „Þrúgum reiðinnar", að níu negrapiltar voru á ferð í vöruflutningalest í Suður- ríkjunum. I þorpinu Scottsboro, nærri Alabama, voru þeir teknir út úr lestinni, ákærðir fyrir að hafa nauðgað tveim hvítum stúlkum í öðrum vagni. Þótt saklausir væru, þótti negrahöturum Suðurríkjanna nóg að heyra ákæruna, til þess að átta þeirra voru tafarlaust dæmdir til dauða, — sá niundi var aðeins 13 ára. En fyrir baráttu bandariska Kommúnista- flokksins og bandarísku deildarinnar úr „Rauðu hjálpinni"* tókst að knýja fram frestun aftökunnar. Dugandi kommúnistiskur lögfræðingur tók nú upp baráttuna fyrir réttlæti negrapiltunum til handa og brátt varð baráttan alþjóðleg. Tókst þá að fá dómn- * „ Alþjóða-Rauða-hjálpin" voru samtök í flestum löndum heims, er unnu að því að hjálpa föngum er ofsóttir voru vegna verklýðsbaráttu sinnar. Inter- national Labor Defence (ILD) hét ameriska deildin. Elisabet G. Flynn 1913. um breytt í 99 ára fangelsi. En það var haldið áfram baráttunni. Tvisvar kom málið fyrir hæstarétt Bandarikjanna. En það tók langan tíma að frelsa drengina úr klóm „réttvisinnar", hvern af öðrum. Það var ekki fyrr en 1950, eftir næstum tvo áratugi, að þeir síðustu fengu freisið. Einn af þeim, sem barðist fyrir frelsi Scottsboro- drengjanna, hét Angelo Herndon. Þessi 19 ára negri, leiðtogi í æskulýðssambandi kommúnista, var handtekinn í júlí 1932 í Atlanta í Georgíu, þegar hann var að halda ræðu vegna Scottsboro-málsins. Hann var dæmdur i 18 ára fangelsi fyrir að æsa til uppreisnar, og byggðist dómurinn á lögum, er fjöll- uðu um eftirlit með þrælum, frá 1861. ILD skarst í 201

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.