Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 40
gegn útlendu valdi, — eins og Bangla Desh
nú gegn arðráni yfirstéttar Vestur-Pakistans,
— þá segja stéttaandstæðurnar til sín strax
og sjálfstæðið út á við er fengið
I Vestur-Pakistan mun hinsvegar, ef nú
tekst að steypa ofurvaldi hinna 22 auðfjöl-
skyldna, þjóðernisvandamálið verða erfitt
viðfangs, því þar búa margir þjóðflokkar með
ólík tungumál og hafa lengi viljað öðlazt
sjálfstjórn.
SUÐUR-AFRÍKA
í „Rétti" hefur áður verið sagt frá tveim
forustumönnum frelsishreyfingarinnar þar:
Nelson Mandela, formanni African National
Congress, hinnar bönnuðu þjóðfrelsishreyf-
ingar Suður-Afríku (Réttur, 1960, bls. 100)
og Abram Fischer, Búa, hæstaréttarlögmanni,
er var formaður Kommúnistaflokks Suð-
ur-Afríku, hann var dæmdur í lífstíðarfang-
elsi á fangaeyjuna Robben Island (Réttur
1966, bls. 207). Mandela var dæmdur 1964,
Fischer 1966, báðir ævilangt.
í Suður-Afríku er algert lögregluríki, lög-
reglan getur fangelsað menn án dóms enda-
laust og haft þá inni, þótt svo dómarar sýkni
þá. Nú eru 424 000 manns í fangelsum
fasistastjórnarinnar.
Fjölskyldur forustumannanna í frelsisbar-
áttunni eru hundeltar. Kona Mandela, frú
Winnie Mandela, hefur ekki fengið að heim-
sækja mann sinn í tvö ár. Hvað eftir annað
hefur hún verið tekin föst fyrir engar sakir.
Hún hefur orðið að standa í níu málaferlum
síðustu 4 ár. Hún og fjölmargir aðrir, sem
ákærðir voru 1970, voru sýknaðir en lögregl-
an handtók þau um leið og þau gengu út úr
réttarsalnum (6. málið). Frú Mandela og 19
manns með henni voru aftur ákærð (7.
málið). Þau voru öll sýknuð í hæstarétti, —
eftir að hafa setið 17 mánuði í klefum lög-
reglunnar, lokuð inni í einkaklefa hvort um
sig án þess að mega hafa neinn samgang.
Strax að sýknun lokinni setti lögreglan frú
Mandela oe öll hin í stofufangelsi. Og þann-
ig er haldið áfram, svo dæmi séu tekin af
„mildustu" aðferðunum.
A sama tíma eru svo tugir fjölskyldna
reknar úr húsum sínum og þau mölvuð nið-
ur, en fólkið flutt út á víðavang með valdi.
Baráttan fer síharðnandi og margir frelsis-
216