Réttur


Réttur - 01.10.1971, Side 26

Réttur - 01.10.1971, Side 26
leikinn. Dugandi lögfræðingur, negri, Benjamin Davis tók að sér vörn og baráttu i málinu. Og með harðfylgi, sem náði og til hæstaréttar, tókst honum á fimm árum að knýja fram sýknun Hern- dons og lausn hans úr fangelsinu. Benjamin Davis varð sjálfur kommúnisti á því að kynnast amerísku réttarfari og þjóðfélagi i þessum málaferlum. Roosevelt-timabilið var þó hið frjálslynda og umburðarlynda skeið i sögu Bandarikjanna, að svo mlklu leyti sem áhrif frjálslyndra forustumanna komust að i gegnum múr stéttadrotnunar, þjóð- flokkahaturs og ofstækis í sambandi við hvor- tveggja. En eftir að hamslaust afturhaldið sigraði og hóf sitt kalda strið og ofstækisbrjálæði McCarthy- ismans setti brennimark sitt á allt þjóðlíf Banda- ríkjanna með sliku offorsi að Morgunblaðið út á Islandi hrærist enn í þe'm hugarheimi, þá kastaði fyrst tólfunum. Ofsóknir margfölduðust gegn negr- um, kommúnistum, menningarfrömuðum og öllu sem ekki var sótsvart í afturhaldi sínu. Ofan ó réttarglæpi bættust nú ógnaraðferðir hvítra aftur- haldsseggja i miklu ríkara mæli en fyrr: I Columbía í Tennessee varði blakkur bandarísk- ur hermaður, er barizt hafði í heimsstríðinu fyrir mannréttindum, gegn fasisma, móður sína, er hún var móðguð og barin. Hvítir ofstækismenn réðust þá inn i negrohverfið, en negrarnir ráku þá burtu. Daginn eftir kom hvíta lögreglan og braut niður hús í hverfinu og eyðilagði verzlanir og tók 25 ibúa fasta vegna ,,morðtilrauna". Tveir þessara voru siðar myrtir í fangelsinu, en með harðri og langri baráttu tókst að fá hina sýknaða. I New York voru hinir „sex frá Trenton", sem voru ákærðir fyrir morð, er þeir voru saklausir af, fyrst dæmdir til dauða, — en að lokum tókst að bjarga þeim. En i Virginia voru hinir „sjö frá Martinsville,“ er saklausir voru dæmdir til dauða vegna upploginnar nauðgunar, teknir af lífi i maí 1951, þrátt fyrir harða baráttu fyrir að frelsa þá. — Eins var um Willie McGee i M:ss:ssippi, er kærður var fyrir nauðgun hvítrar stúlku, og var, saklaus af. Hann lét lífið i rafmagnsstólnum þrátt fyrir miklar tilraunir til að láta hann njóta réttlætis. — Þannig mætti rekja i það óendanlega réttarglæpina gegn negrum. McCarthy-isminn einbeitti sér gegn öllum, sem kendir voru við kommúnisma. Hinir „tíu frá Holly- wood“ voru ákærðir og hundeltir, — einhverjir beztu kvikmyndalistamenn Bandarikjanna, — af því þeir vildu ekki skríða fyrir afturhaldinu. Frjélslyndir prófessorar voru reknir úr stöðum sínum. Ákærur „fyrir óameríska starfsemi' settu sinn smánarblett á ameriskt þjóðlíf. Móðursýki njósnafaraldursins náði hámarki á þessu skeiði McCarthyismans (1948 —54). Rosenberg-hjónin voru tekin af lífi 1953 eftir að þeim var boðið líf, ef þau aðeins vildu játa sig sek. Ofsóknirnar gegn Kommúnistaflokki Bandaríkj- anna, sem barðist af miklum hetjuskap gegn of- stækinu, urðu mjög harðvítugar. Allir helztu for- ingjar flokksins voru handteknir og ákærðir, hver hópurinn af öðrum: 12 miðstjórnarmenn á árinu 1948, þar á meðal William Foster, formaður flokks- ins, nú látinn, Henry Winston, núverandi formaður, og varð hann blindur i fangelsinu, af þvi honum var neitað um læknishjálp, Gus Hall, aðalritari flokksins, Benjamin Davis, sem fyrr getur o. fl. — Þoir voru flestir dæmdir i 5 ára fangelsi og 10 þúsund dollara sekt hver. Tveim vikum eftir dóm- inn yfir þessum leiðtogum, — hann var kveðinn upp í október 1949, — voru 17 flokksstarfsmenn í viðbót teknir og dæmdir, þar á meðal Elisabet G. Flynn, „uppreisnarstúlkan," sem barðist fyrir Joe Hill, Sacco og Vanzetti og fleiri og sat hún sjálf í 3 ár í kvennafangelsinu i Alderson. Og síðan bættust tugir kommúnista við í hóp hinna ákærðu um öll Bandarikin. — allar ásakanir voru staðlausir stafir, Ijúgvitni voru leidd, lögreglunjósnarar látnir bera vitni, svikarar gerðust nú meinsærismenn, til að reyna að sverta flokkinn. En dómarnlr voru yfirleitt fyrirfram ákveðnir. Það átti að berja Komm- únistaflokkinn niður og stöðva alla róttækni í Dandarikjunum. Ef til vill tætti enginn betur sundur allan lygavef yfirstéttarinnar í þessum ofsóknum en kommúnist- inn Steve Nelson, þegar hann stóð fyrir rétti með 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Bók hans „The 13th Juror" (13. kviðdómandinn) er stórkostleg á- kæra á „réttarfarið" í Bandaríkjunum á þessu skeiði. Steve Nelson var sonur júgóslavnesks innflytj- enda, byrjaði ungur að þræla í sláturhúsum Chica- go, sem Upton Sinclair lýsir í ,,Á refilstigum" (The Jungle). Nitján ára er hann orðinn virkur verklýðs- félagi. Hann verður sósíalisti á að kynna sér marx- ismann og fá þar svör við vandamálunum, sem hann átti við að etja. Hann verður verkamaður í stáliðju stálkonungsins Mellon. Hvað eftir annað 202

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.