Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 47

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 47
skotið hann til bana út á götu og allir möguleikar á að slíkt sé úr- skurðað réttlætanlegt manndráp við likskoðun." Bettina Aptheker i ,,Þjóðfé- lagshlutverk fangelsa I Bandaríkjunum." Blý — vald „Litið er vald þess blýs, sem varð að kúlum, i samanburði við valdið í því blýi, sem varð að letri". Georg Brandes i minningar- ræðu um Gutenberg. Að hugsa — ,,Ef hermenn mínir skyldu fara að hugsa, þá yrði ekki einn ein- asti af þeim eftir í hernum." Friðrik „mikli“ Prússakonungur. Agi og skilningur ,,Á hverju grundvallast agi i byltingarflokki verkalýðsins? Hvernig verður hann sannreyndur? Og hvernig treystur? I fyrsta lagi grundvallast hann á stéttarvitund framvarðasveitar verkalýðsins, hollustu hennar við byltinguna, þol- gæði, fórnfýsi og hetjulund. i öðru lagi hæfni hennar til að tengjast, komast i náið samband við og — ef svo má segja — renna að vissu marki inn i hinar breiðu fylk- ingar vinnandi fólks — einkum verkalýðsins, en einnig þess fjölda, sem ekki telst til verkalýðs. I þriðja lagi á þvi að rétt sé sú pólitiska forysta, sem þessi fram varðarsveit veitir og að hún beiti réttri stjórnlist og baráttuaðferð- um, að þvi tilskyldu, að þessi vinnandi fjöldi hafi sannfærst af eigin reynd um réttmæti þeirra. Án þessara skilyrða verður ekki haldið uppi aga í byltingarflokki, sem raunverulega sé þess umkom- inn að vera flokkur hinnar fram- sæknu stéttar, er á sér það ætl- unarverk að steypa borgarastétt- inni og umskapa þjóðfélagið i heild. Án þessara skilyrða munu allar tilraunir til að koma á aga falla um sjálfar sig og enda i slagorðaþvælu og blekkingaleik Þessi skilyrði verða á hinn bóg- inn ekki til í einu vetfangi. Þau skapast aðeins með langvarandi starfi og dýrkeyptri reynslu". Lenin i ,, „Vinstri róttækni". Barnasjúkdómar kommúnism- ans". 1921. Svört ákæra „Það er greinilegt að löggjafar- og framkvæmdavald Bandaríkj- anna var skapað til að vernda auðmannastétt, sem er minnihluti, og ennfremur hina hvítu íbúa, en þessu valdi er alltaf beint gegn negrunum. Við höfum lengi vitað að blökkumaðurinn er frá upphafi, — frá fæðingu — hinn seki. Við getum verið vissir um að ef blökkumenn ekki sjálfir afla sér frelsis, — í krafti máttar sins, vits, skáldskapar og alls þess, sem safnast hefur fyrir í hugarheimi þeirra á þeim öldum, sem þeir þöglir horfðu á fyrri herra sína, — þá munu þeir hvitu ekkert gera til að veita þeim frelsi. Jean Genet í formála að bóK George Jackson: Soledad- bræðurnir. Þrælahald hefur efnahagslegar forsendur. — Þrællinn sem einn maður á, er eign, þannig að einn maður neytir eignaréttarins í George Jackson myrtur af amerísku lögreglunni 1971 krafti hinna viðurkendu reglna, en hinn er eignarhluturinn. Eigandinn getur flutt þessa eign sína eða bundið hana við ákveðinn stað á jörðinni; hann getur látið hann geta aðra þræla eða þvingað hann til þess; hann getur selt hann, sett hann í vinnu, limlest hann, svivirt hann, drepið hann. En ef hann vill njóta góðs af svona eign, verður hann að fóðra hann, klæða hann, láta hann hafa þak yfir höfuðið. Samkvæmt hinum nýja þræl- dómi, — þessari nútíma mynd gamla þrælahaldsins, sem er fegrað til að dylja það, — er fórn- ardýrið sett í verksmiðju, eða hvað negra snertir í alls konar þjónustuverk og látið vinna fyrir launum. En ef vinnu er ekki að fá, þá sér nútíma þrælahaldið ekki fyrir mat og húsnæði. Maður hef- ur sitt frelsi — til að deyja úr hungri". George Jackson í bréfi í bók sinni „Soldadbræðurnir". 223

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.