Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 24

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 24
Sacco og Vanzetti. sínum. Fleiri og fleiri af þekktustu mönnum heims börðust fyrir frelsi þeirra: Maria Curie, Romain Rolland, Anatole France, Bernard Shaw, Sinclair Lewis, Martin Andersen Nexö, Albert Einstein, Thomas Mann, Lion Feuchtwanger, Max Reinhardt og fleiri og fleiri. Eugene Debs og Tom Mooney tóku og þátt í baráttunni. Þeir þekktu réttarfarið ameriska af eigin raun. — 1925 játaði ungur glæpa- maður, Madeiro, að hafa framið morð það, sem Sacco og Vanzetti voru saklausir ákærðir fyrir. — En allt kom fyrir ekki. Amerískt „réttarfar" var ákveðið í að fá sína blóðfórn, saklausir menn skyldu láta lífið svo blóðþorsta yfirstéttarinnar og hatri á „rauðliðum" yrði fullnægt. Alda mótmælanna óx. Aftökunni, sem átti að fara fram 10. júlí 1927 var enn frestað til 10. ágúst. Þann dag biðu Sacco og Vanzetti dauðans í raf- magnsstólnum. Enn var aftökunni frestað til 23. ágúst, undir þunga mótmælanna um víða veröld. Flundruð þúsunda höfðu mótmælt í París og stöðv- að öll samgöngutæki i tíu minútur. Barizt var í Hyde Park í London. Kröfugöngur í Hamborg, Leipzig og Berlín. Verkföll og mótmælafundir í Genf, Melbourne, Pretoría, Amsterdam, Kaup- mannahöfn og víðar. I Póllandi, Japan, italíu og annarsstaðar harðnaði baráttan í sifellu. En ekkert hreyfði steinhjarta amerisku yfirstétt- arinnar né ógnaði svo valdi hennar að hún óttaðist um það. 23. ágúst létu Sacco og Vanzetti lífið i rafmagnsstólnum. — Enn einu sinni blossaði reiði fólksins upp yfir böðulsherrum Bandaríkjanna, i París var barizt á götuvígum, í öðrum borgum flykktust hundruð þúsunda til mótmæla- og sorgar- funda. „AFTAKA ÓEIRÐARMANNSINS“ „í snöruna gekk’ann með hnarreistan háls — Eitt handtak og öllu var lokið — Og svona dó bandinginn, bundinn en frjáls — En böðlar hans þyngdu sér okið-------- Og tvílugrætt aldarfar taktu nú hér við tortímdu sál hans og líki af mjer." Stephan G. Stephansson Þetta kvæði ort út af „aftöku nihilistanna," getur eins átt við um alla þá sem yfirvöld Bandaríkjanna og Suður-Afriku myrða nú vegna frelsisbaráttu þeirra). Ég minnist enn vel hins fjölmenna mótmælafund- ar í Kaupmannahöfn, I Iþróttahöll á Austurbrú. Ég flutti þar mína fyrstu ræðu á fjöldafundi á erlendri grund. — Máske hefur rauða alþjóðahjálpin 200

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.