Réttur


Réttur - 01.10.1971, Side 48

Réttur - 01.10.1971, Side 48
RITSJÁ Tórður Jóansson: V. I. Lenin 100 ár. Stutt ævisoga. Forlag Oyggja frama. Tórshavn 1970. I Færeyjum er félag, sem heitir Oyggjaframi og eru það „foroysk:r sosialistar", sem að þvi standa. Þetta félag gaf út litla bók um Lenin á aldarafmæli hans, ævi- sögu og nokkuð um kenningu hans. Er bókin 40 síður að stærð, frágangur góður og frásögn öll skilmerkileg. Skiptist hún í eftir- farandi kafla, er bera þessi heiti á færeysku: Inngangur. — Barna- og læruár. — Útlegd, oddamaður bolsjevikka. — Borgarliga koll- veltingin 1905-1907. — Aftur i út- legd. — Heimsbardagi. — Koll- velting fyri stavn. — Oktoberkoll- veltingin minkla. — Fyrsti sosial- istiski staturinn. — Seinastu ár Lenins. — Lenin og tjóðskapar- spurningurin. — Lenin og grund- reglurnar í sovjettiskum utanríkis- politikki. Svo segir á kápusiðu um til- gang þessarar litlu bókar: „I hes- um litla bóklingi verður roynt at geva eitt stutt yvirlit yvir liv og politiska virki Leníns og leiklut hansara i heimssogunni". Hefur það tekist vel og er þetta að okkar viti fyrsta tilraun til slíks á fær- eysku, ef frá er talið það sem skrifað hefur verið þar í blöð eða tímarit. Gott væri að nánara samstarf tækist með færeyskum og íslenzk- um sósíalistum en verið hefur til þessa E. O. Roger Garaudy: Socialismens stora vándpunkt. — Rabén & Sjögren. Stockholm. — 1971. Roger Garaudy er prófessor í félagsfræði við Sorbonne — Svarta skóla — í París. Hann hef- ur verið í franska Kommúnista- flokknum i meir en þrjátíu ár og ein af forystumönnum hans síðan í stríðslok, löngum talinn einn af fremstu hugsuðum marxismans. Þessi bók kom út í Frakklandi 1969. Tekur hann til meðferðar stöðu sósíalismans í heiminum í dag, setur einkum fram gagnrýni á ýmislegt i fari sovézka Komm- únistaflokksins, — hann var mik- ill andstæðingur innrásarinnar í Tékkóslóvakíu, — og reynir að rekja orsakir til ýmissa vand- kvæða í alþjóðahreyfingu sósial- ismans. Afstaða hans leiddi til brottreksturs hans úr flokknum. — Bók þessi á erindi til allra þeirra, sem brjóta heilann um hin ýmsu vandamál sósíalismans í dag, — hvort sem þeir verða sammála ýmsum niðurstöðum höfundar eða ekki. Umræðu og umhugsunar er þörf. Sara Lidman: Marta, Marta og andre texter. Pax Forlag. Oslo 1971. Pax-forlagið, sem Réttur hef- ur áður sagt frá, eykur í sí- fellu starfsemi sína. Út eru nú komnar hátt á þriðja hundrað kilj- ur um hin ýmsu málefni, fyrst og fremst þjóðfélagsleg gagnrýni, oft- ast frá sósíalistisku sjónarmiði. Sara Lidman er Islendingum kunn og hefur heimsótt land vort og flutt hér ágæt erindi um Viet- nam. Hún er ein bezta skáldkona Svíþjóðar nú, en hefur síðustu árin einbeitt sinum ágæta penna og miklu hæfileikum í þágu bar- áttunnar gegn imperialismanum, sérstaklega blóðbaði amerisku böðlanna í Vietnam, og gegn auð- valdsskipulaginu í Svíþjóð og hafði bók hennar „Náman" ákaf- lega mikil áhrif þar. Hér birtir Pax leikrit, sem hún hefur samið 1970 og sýnt var i Stokkhólmi og tekur raunverulega til meðferðar stéttabaráttuna frá upphafi vega og ástandið í henni nú. Námuverkfallið í Kiruna 1969 --70 var tilefnið að nokkru leyti. Ennfremur eru birtar allmargar greinar sem hún hefur skrifað á þessum árum. — öll bera þessi ágætu skrif hennar vott um hita baráttukonunnar fyrir málstað þeirra, sem undir eru í þjóðfélag- inu og gagnrýni hennar, einnig á sænska „velferðarríkinu" hittir í mark. XXIV. Parteitag der KPdSU. — Informationsbulletin. Prag-Wien. I þessu 500 siðna hefti eru birt- ar ræður Bresnévs aðalritara sov- ézka Kommúnistafl. á siðasta flokksþingi, skýrsla flokksstjórnar- innar til þingsins, samþykktir flokksþingsins, þ. á m. um fimm ára áætlunina 1971—1975 og ræð- ur Kosygins forsætisráðherra um áætlunina. Er þar mikið efni að finna og upplýsingar um þróun Sovétríkjanna. 224

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.