Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 41

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 41
sinnar láta lífið. í fangelsunum er beitt pyndingum gegn föngunum. „Amnesty Int- ernational”, — alþjóðasamtökin, sem berjast fyrir sakaruppgjöf pólitískra fanga — hafa stundum fengið aðstöðu til að sanna þær. Allmargir fangar hafa látið lífið eftir pynd- ingarnar. Þetta þrælaríki hvíta fasismans hefur hvað eftir annað verið fordæmt af Sameinuðu þjóðunum fyrir þjóðflokkakúgun sína og sett í viðskiptabann. Af hverju fær það stað- izt? Af því auðmannastéttir Englands, Bandaríkjanna og Efnahagsbandalagsins standa á bak við það og hafa fest þar ógrynni fjár. Erlend fjárfesting í Suður-Afríku er nú ca. 7.700 miljónir dollara eða tæpir 8 milj- arðar dollara. Þrír fimmtu útlendu fjárfest- ingarinnar er brezku auðfélaganna, Banda- ríkin eru með ca. 15%, hitt er á höndum vestrænu auðfélaganna. Gróðinn er mikill, 10—15% á þorranum af fjárfestingunni, 25—30% á fjárfestingunni í námunum, þar sem negrarnir þræla. Bandarísku auðfélögin fá erlendis 11% gróða, en í Suður-Afríku 19%- Það er þessi gróði á vinnu þrælkaðra Afríkumanna sem fær auðvald stóru Atlants- hafsbandalagsríkjanna, til að bjóða öllum mannréttindum byrginn og traðka á öllum samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stærstu ensku auðfélögin, sem græða í Suður-Afríku eru: Bárclays Bank, Imperial Chemical Industries (efnafræðihringurinn mikli), — gróði hans var 1970 2j/2 miljón sterlings- punda, — Rio-Tinto Zinc Corporation, sem á m. a. Palabora-kopar-félagið, en það gaf 33 miljón punda gróða 1970, borgar Afríku- verkamönnum rúmar 500 kr. í lcaup á viku, — og þetta félag undirbýr nú úraníum-fram- leiðslu fyrir ensku ríkisstjórnina. Þessar auðmannastéttir, sem styðja fas- isma Suður-Afríku eru hinar sömu og forð- Frú Winnie Mandela. um studdu Hitler. Og í samráði við þær undirbýr nú stjórn Suður-Afríku að færa út hið raunverulega yfirdrotnunarsvæði sitt yfir alla Afríku sunnan Sahara: Kaupa þær rík- isstjórnir blökkumanna, er keyptar verða, — eins og nú er byrjað með stjórn Dr. Banda í Malawi — og brjóta hinar á bak aftur. Þetta er einnig hagsmunamál vestrænna auð- valdslanda, er tala um lýðræði og sjálfstæði, en framkvæma arðrán og harðstjórn, hvar sem þau þora og geta. 217 L

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.