Réttur


Réttur - 01.10.1971, Page 19

Réttur - 01.10.1971, Page 19
EUGENE DEBS UPPHAF Loks gat meinráð megnað því: Lengnr er vœri lífs að vona, leifnm fjörs á aldri svona: Djflissu þœr dœmdust í. Þennan vininn veslinganna, vandlætara rangindanna! Lengi hafði lymskan elt hann, loks á þessu bragði felt hann — honum þó á kné hún kcemi, keyþt er það, að skammgóðs dasmi. ENDIR Ef að virðist tvísýnt tíða tafl: hvort lömbin sigra refinn, öll er myrkvast efa og kvíða Ameríka — Debs skal kveða inn í tímann vilja og von — enn er sú ei yfirgefin, er á skálmöld hróka og peða, á svo hugum-háan son. Ort 1918, þegar Debs var dæmdur i 10 ára fangelsi fyrir andstöðu gegn stríðinu og fór í fangelsi 66 ára að aldri. Námueigendur afréðu að ganga milli bols og höfuðs á samtökum þessum. Þeir fengu alkunna einkanjósnara Pinkertonfyrirtækisins til að eyði- leggja samtökin með þvi að senda inn i þau flugu- menn, er ynnu traust verkamanna og skipulögðu siðan skemmdarverk, er gæfu yfirvöldunum átyllu til að láta til skarar skriða. Einum njósnaranum tókst að verða ritari einnar sterkustu deildarinnar. Eugene Debs i fangeisi. Þessir flugumenn komust smá saman að nöfnum forystumannanna. Haustið 1875 var látið til skarar skriða. Helztu forystumenn samtakanna voru ákærðir fyrir glæpi. Njósnarar og leiguþý atvinnurekenda voru einu vitnin. Réttarhöldin voru alger skripamynd af réttar- fari, sett á svið til að brjóta samtökin á bak aftur. Lauk þeim með þvi að fjórtán forystumenn voru dæmdir í fangelsi frá 7 til 10 ára, en tíu voru dæmdir til dauða. Eugene Debs, hinn frægi verklýðsforingi Banda- rikjanna, sem Stephan G. orti fegurst um, lýsti því hvernig þessar tiu hetjur verkalýðsins hefðu gengið í dauðann saklausir og hnarreistir. Síðan segir hann: „21. júní 1877 féll tjaldið í síðasta þætti þessa sorgleiks vinnunnar. Böðullinn framkvæmdi verk sitt, gálgarnir fengu sina fórn. Þann dag varð sagan skækja og fagurt andlit sannleikans var hulið grimu lyginnar. Mennirnir, sem létu lifið á aftöku- staðnum sem glæpamenn, voru verklýðsleiðtogar, fyrstu píslarvottarnir i stéttastriðinu i Bandarikj- unum“. („Appeal to Reason" 23. nóv. 1907). 195

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.