Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 44

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 44
og herja annarra ríkja í sveit Bandaríkjanna frá Suður-Víetnam. Ef bandaríska stjórnin setur lokadagsetn- ingu á brottför alls bandarísks herliðs og herja annarra ríkja frá Suður-Víetnam á árinu 1971, þá munu hlutaðeigendur á sama tíma samþykkja þessa þætti: a) tryggja brottför alls bandarísks herliðs og herja annarra ríkja í sveit Bandaríkjanna frá Suður-Víetnam. b) lausnargjöf allra hermanna úr liðum allra hlutaðeigenda og borgara sem teknir hafa verið til fanga í stríðinu (með eru taldir bandarískir flugmenn sem teknir hafá verið í Norður-Víetnam), svo að þeir geti fljótt komizt til síns heimalands. Þessir tveir framkvæmdaliðir munu hefj- ast á sama tíma og ljúka á sama tíma. Vopnahlé mun ganga í gildi milli hers Þjóðfrelsisfylkingarinnar í Suður-Víetnam og herliðs Bandaríkjanna og herja annarra ríkja í sveit Bandaríkjanna um leið og hlutaðeig- endur semja um brottför alls bandarísks her- liðs og herja annarra ríkja í sveit Bandaríkj- anna frá Suður-Víetnam. 2. Um völdin í Suður-Víetnam Bandaríska stjórnin verður raunverulega að virða sjálfsákvörðunarrétt fólksins í Suð- ur-Vletnam, hœtta allri íhlutun í innanríkis- mál Suður-Víetnam, binda endi á allan stuðn- ing við Nguyen Van Thieu og hernaðarklíku hans sem nú hefur embætti í Saieon og að hætta ölJum brögðum. þar á meðal kosninga- svikum sem miða að því að hálda leikbrúð- unni Nsuven Van Thieu í embætti. Pólitísk. félagsleg og trúarleg öfl f Suður- Víetnam, sem vænta friðar og samlyndis þjóðarinnar munu mvnda Nýja Saigon-stjórn, sem mun stvðia frið. sjálfstœði, hlutleysi og lýðrrrði. Bráð'ibireðaby] tin garstjórn in í Lýð- veldinu Suður-Víetnam mun þegar hefja við- ræður við slíka stjórn í því markmiði að taka ákvarðanir um eftirfarandi: a) að mynda þrískipta ríkisstjórn sem bygg- ir á breiðri samstöðu þjóðarinnar og sem mun hefja störf á tímabilinu milli þess sem friður kemst á og þar til almennar kosningar fara fram, og sem mun skipu- leggja almennar kosningar í S-Víetnam. Milli hers Þjóðfrelsisfylkingarinnar í Suð- ur-Víetnam og herliðs Saigon-stjórnarinnar mun verða virt vonpahlé um leið og ríkis- stjórn, sem byggir á samstöðu þjóðarinnar hefur verið mynduð. b) að gera raunhæfar ráðstafanir með nauð- synlegum öryggisráðstöfunum til að fyrir- byggja öll hermdarverk, hefndaraðgerðir og mismunun gegn einstaklingum, sem unnið háfa með öðrum hvorum aðilan- um; að tryggja hvers konar lýðræðisleg réttindi, fyrir fólkið í Suður-Víetnam; að leysa úr haldi alla einstaklinga, sem heftir hafa verið af pólitískum ástæðum; að leggja niður allar fangabúðir og að hætta öllum hindrunar- og valdbeitingar- aðferðum, þannig að fólkið geti snúið til baka til átthaga sinna í fullu frelsi og geti stundað störf sín. c) að sjá til þess að jafnvægi komist á lífs- afkomu fólksins og hún batni stöðugt; að gera öllum kleift að leggja sitt af mörk- um til að græða stríðssárin og að hefja enduruppbyggingu landsins. d) að komast að samkomulagi um ráðstaf- anir sem tryggja framkvæmd raunveru- lega frjálsra, lýðræðislegra og sann- gjarnra kosninga í Suður-Víetnam. 3. Um víetnamskt herlið í Suður-Víetnam Hinir víetnömsku aðilar munu í samein- ingu taka ákvörðun um víetnamskt herlið í Suður-Víetnam í anda þjóðlegrar samhyggju, jafnrétti og gagnkvæmrar virðingar, án er- 220

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.