Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 22

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 22
róttæka verklýðsforingja, þar á meðal Thomas Mooney og Warren Billings og kærði þá fyrir morð. Falsvitni voru leidd og þótt mörg vitni sönnuðu sakleysi hinna ákærðu — og seinna kom það fram að þeir voru fjarri ákvörðunarstaðnum — þá voru þeir dæmdir saklausir í þyngstu refsingu: Billings í lífstíðarfangelsi og Mooney til dauða. Þetta var 9. febrúar 1917. Þann 13. desember 1918 skyldi taka Mooney af lífi. Aðalvitni ákærenda hafði þá viðurkennt meinsæri sitt og reynt var að fá málið tekið upp að nýju. En allt kom fyrir ekki. Þá var efnt til gríðarlegra mótmælafunda víða um heim og verkalýður Bandaríkjanna hótaði alls- herjarverkfalli, ef taka ætti Mooney af lífi. Þá breytti rikisstjórn Kaliforníu dómnum í lífstíðar- fangelsi, þann 28. nóvember. Baráttunni fyrir frelsi þeirra var haldið áfram, jafnvel háð allsherjarverk- 198 föll. Um ein miljón verkamanna tók þátt i fjögurra daga mótmælaaðgerðum. En allt kom fyrir ekki. Það hafði tekizt að bjarga lifi Mooneys, en hvorki að tryggja þeim félögum réttlæti né frelsi. Áratug eftir áratug sátu þeir saklausir í dýflissum Kaliforniu. Loks á árinu 1939 voru þeir náðaðir af ríkisstjóra Kaliforníu. Höfðu þeir þá setið tuttugu og tvö ár saklausir i fangelsinu. Tom Mooney dó árið 1942. Kalifornia og stjórnvöld þar eru alræmd í sögu Bandaríkjanna fyrir hatur á verklýðshreyfingunni og fyrir svívirðileg ,,samsærismál", sem lögregla og dómstólar láta Ijúga upp á róttæka verklýðs- sinna. Og í þessu riki, Kaliforniu, situr nú Angela Davis i fangelsi og biður „dórns". Striðsárin 1914 til 1918 og fyrstu árin þar á eftir J

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.