Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 34
verðfalli útflutningsafurða og sölutregðu,
sáru atvinnuleysi verkalýðs og gjaldþroti
smáaU'innureksturs.
I alþingiskosningunum 1934 hafði Al-
þýðuflokkurinn sett fram sem höfuðmál
4 ára áætlun fyrir þjóðarbúskapinn og var
hún orðuð svo í kosningastefnuskránni:
1. Að hrundið verði þegar í stað í
framkvæmd með löggjöf og framtaki hins
opinbera auknum atvinnurekstri og fram-
leiðslu ejtir nákvœmri ácetlun, er gerð sé
til ákveðins tíma (4 ára) og hafi það mark-
mið að útrýma með öllu atvinnuleysinu
og afleiðingum kreppunnar og færa nýtt
fjör í alla atvinnuvegi þjóðarinnar með
aukinni kaupgetu og neyzlu hinna vinn-
andi stétta og auknum markaði innan-
lands.
Stofnuð sé ráðgefandi nefnd sérfróðra
manna, þingi og stjórn til aðstoðar, er
geri nákvæmar áætlanir um, allar opin-
berar framkvæmdir á tímabilinu og stjórni
vísindalegum rannsóknum til undirbún-
ings þeim og geri jafnframt tillögur um,
hvernig komið verði fastri stjórn og skipu-
lagi á allan þjóðarbúskapinn, jafnt opin-
berar framkvæmdir og fyrirtæki sem at-
vinnurekstur einstaklinga, svo að þau verði
rekin og aukin með hagsmuni almennings
fyrir áugum (Planökonomi).
(Síðan kom að vernda smáatvinnurekst-
ur gegn einokunarhringum og að áætlun
skyldi tilbúin til framkvæmda í ársbyrjun
1935).
Alþýðuflokkurinn vann á Jsessari stefnu-
skrá mesta kosningasigur sinn, fékk 21,7%
atkvæða eða jafnmikið og Framsókn, og 10
þingmenn (af 49 þá). Alþýðuflokkurinn átti
Jíá mörgum róttækum forustumönnum á að
skipa. Voru í vinstra armi hans m. a. Héðinn
Valdimarsson, varaformaður flokksins, Sigfús
Sigurhjartarson, Vilmundur Jónsson og Finn-
bogi R. Valdimarsson, sem þá var ritstjóri
Aljiýðublaðsins og hafði gert J>að að áhrifa-
ríku blaði. Kommúnistaflokkur Islands leið
í kosningunum 1934 hins vegar enn undir
áhrifum einangrunarstefnu, en tók upp djarfa
samfylkingarpólitík eftir kosningar.
Ríkisstjórn „hinna vinnandi stétta" skipaði
svo eftir kosningasigur og stjórnarskifti
Skipulagsnefnd atvinnumála, er síðar meir
hlaut nafnið Rauðka af bók þeirri, er nefnd-
in birti „Alit og tillögur" sínar í árið 1936.
Voru í skipunarbréfi nefndarinnar algerlega
lagðar til grundvallar þær tillögur, er Al-
þýðuflokkurinn hafði birt og fyr voru greind-
ar. Héðinn var skipaður formaður nefndar-
innar, en síðar tók Emil Jónsson við og bætt-
ist þá Finnbogi í nefndina. Arnór Sigurjóns-
son tók síðan sæti Jónasar frá Hriflu í nefnd-
inni og vann Arnór mikið og gott verk við
samningu „Alits og tillagna" nefndarinnar.
Er skamt frá að segja að nefnd J^essi vann
hið merkilegasta verk, gerði tillögur um marg-
víslegar framkvæmdir og skipulagsbreytingar,
rannsakaði ýtarlega allt efnahags- og at-
vinnuástand á Islandi og gaf út yfir 500 bls.
bók um J>essi efni — og átti það þó aðeins
að vera fyrri hluti skýrslu hennar, en í síðari
hluta áttu að koma frumvörp og tillögur
hennar, en sá hluti fékk aldrei að sjá dagsins
ljós. Ráuðka kom með hugmyndir um margt,
sem síðar meir var framkvæmt af öðrum,
gott verk vann fiskimálanefnd, er upp var
sett, og ruddi braut á sviði hraðfrystingar og
nokkur skipulagsmál voru framkvæmd
samkvæmt tillögum nefndarinnar.
En ekkert af því, sem var stórt í sniðum,
og miðaði að skiþulagsbreytingum i þá stefnu,
sem mörkuð hafði verið með 4 ára-kosninga-
áætluninni, fékst fram. Allt sem stefndi að
raunverulegum áætlunarbúskap í þjóðfélag-
inu var kæft í fæðingunni. Eftir Framsóknar-
manni einum eru höfð J>essi orð: „Við skulum
210