Réttur


Réttur - 01.10.1971, Side 3

Réttur - 01.10.1971, Side 3
ADDA BARA SIGFÚ SDÓTTIR: Ár umskiptanna Árið 1971 varð ár mikilla breytinga og umbóta á almannatryggingum. I ársbyrjun átm elli- og örorkulífeyrisþegar ekki rétt á hœrri upphœð en 4900 kr. á mánuði sér til lífsframfæris. Heimilt var þó að greiða upp- bót á þennan lífeyri, ef sýnt þótti, áð bóta- þegi kæmist ekki af án hækkunar. Sá megin- ókosmr var á þessu ákvæði, að uppbætur mátti aðeins heimila að fengnu samþykki viðkomandi sveitarstjórnar, og hún átti að greiða % uppbótarinnar. Hér var sem sagt um hálfgerða sveitarframfærslu að ræða og hvorutveggja kom til, að sveitarfélög voru misfús á að veita slíka framfærslu og margir hikuðu við að leita eftir aðstoð af þessu tagi, þótt þeir hefðu fyllstu þörf fyrir hana. Þetta heimildarákvæði mun mest hafa verið notað til þess að gera tekjulausu fólki kleift að dvelja á elliheimili. Eins og vænta mátti, þótti fyrrverandi stjórnarflokkum ekki vænlegt að mæta til kosninga í sumar án þess að gefa ákveðin fyr- irheit um bættan hag öryrkja, gamalmenna og annarra bótaþega. Sá háttur var hafður á, að samþykkja ýmsar lagfæringar á trygging- arlögum áður en þingi var slitið í vor, en fresta allri framkvæmd umbótanna til árs- byrjunar 1972. Urslit kosninganna sýndu m. a. að kjósendum þótti það lítilmannlegt við- horf að þjóðin hefði ekki ráð á því að bæta að nokkru smánarkjör bótaþeganna, þegar í stað, ekki síst vegna þess að árferði var gott og viðskiptakjör hagstæð. Áætlaður kostn- aður vegna lagabreytinganna allra var 500 miljónir á ári. Merkasta nýmceli laganna var ákvce'ði um rétt elli- og örorkulífeyrisþega til bótahækk- unar, ef þeir hefðu ekki aðrar tekjur en líf- eyri trygginganna eða svo lágar tekjur, að samanlagður lífeyrir og aðrar tekjur næðu ekki 7000 kr. á mánuði, ef um einhleyping var að ræða, en 13300 kr. hjá hjónum, sem 179

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.