Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 35
lofa Rauðku að lifa, en skera allt undan
benni”. — Það varð stefnan og með henni
eyðilagði Framsóknarafturhaldið Alþýðu-
flokkinn svo að hann hefur aldrei náð þeim
styrkleika síðan, er hann hafði 1934, er
alþýða manna aðhylltist 4-ára áætlun hans.
I stað útrýmingar atvinnuleysisins jókst at-
vinnuleysið (skráðir atvinnuleysingjar í
Reykjavík 1. maí 1935: 432, 1. maí 1936:
720). Og í stað þess að nefndin lagði til að
kaupa skyldi 30 togara á 10 árum, þrjá á
ári, þá fékkst ríkisstjórnin ekki til að kaupa
einn einasta togara, þrátt fyrir ítrekaðar kröf-
ur Alþýðusambandsþings ár eftir ár.
Ofríki Framsóknarafturhaldsins 1934—
1937 og ófarir Alþýðuflokksins eftir mesta
kosningasigur sinn, sýndu hver lífsnauðsyn
það er sósíalistískri verklýðshreyfingu Islands
að knýja fram sína stórhuga og framsýnu
stefnu um áætlunarbúskap, en láta ekki
skammsýni, smásálarskap eða afturhaldssemi
granda henni.
II. NÝBYGGINGARRÁÐ
Næsta stóra tilraun Islendinga um áætlun-
arbúskap var nýsköpun atvinnulífsins 1944
—1947.
Nýsköpunarstjórnin hafði verið mynduð
21. okt. 1944. Eitt höfuðverkefni hennar var
hagnýting inneigna landsmanna erlendis til
„algerrar nýsköpunar atvinnuveganna á Is-
landi með öflun fullkomnustu tækja, er við
eiga, til atvinnurekstrarins”, eins og ég orð-
aði það í útvarpsræðunni 11. sept. 1944, þar
sem ég setti fram ýtarlegar tillögur Sósíal-
istaflokksins um J)essi mál og hét á hina
stjórnmálaflokkana til stjórnarsamstarfs um
þetta. Var þar m. a. lagt til að kaupa „20—
30 nýja dieseltogara af bezm gerð, 200—
300 nýtízku vélbáta'' o. s. frv.
24. nóv. 1944 voru sámþykkt lög um ný-
byggingarráð. Hljóðaði fyrrihluti 2. greinar
þeirra svo:
Ríkisstjórnin skipar fjögurra manna
nefnd, er nefnist nýbyggingarráð.
Hlutverk J?ess er að búa til heildaráætl-
un, fyrst um sinn miðaða við næstu fimm
ár, um nýsköpun íslenzks þjóðarbúskapar.
Skal þar áætlað, hver atvinnutæki, sam-
göngutæki, byggingar og annað þurfi til
sjávar og sveita, til Jæss að allir Islendingar
geti haft vinnu við sem arðbærastan at-
vinnurekstur svo og hvernig bezt verði fyr-
ir komið innflutningi fáanlegra tækja og
efnis á næstu árum með það fyrir augum
að hagnýta sem bezt vinnuafl þjóðarinnar
og auðlindir landsins.
(Síðari hluti greinarinnar var um stað-
setningu tækja o. fl.).
Nýbyggingarráð tók tafarlaust til starfa við
framkvæmd verkefnis síns: samningu áætl-
ana og innkaup framleiðslutækja eða sjá um
að þáu yrðu keypt. Varð því það mikið
ágengt að raunveruleg atvinnubylting varð
á Islandi fyrir tilstilli J>ess, fyrst og fremst í
fiskveiða- og flutningaskipa-flotanum. Var
þó við mikið afmrhald og skilningsleysi að
stríða, t. d. vildi Félag ísl. botnvörpuskipa-
eigenda bíða í hálft annað ár eftir að stríði
lauk með að semja um nýja togara í Eng-
landi og kaupa þá kolatogara sem forðum.
En nýbyggingarráð sendi nefnd til breskra
skipasmíðastöðva strax og stríði lauk og
samdi við þær um að smíða 30 nýtízku tog-
ara (700 tonna). Gaf ríkisstjórn heimild til
kaupanna með bráðabirgðalögum 23. ágiist
1945.
Sem dæmi um þá breytingu, er varð fyrir
frumkvæði nýbyggingarráðs og tilstyrk ný-
211