Réttur


Réttur - 01.10.1971, Qupperneq 39

Réttur - 01.10.1971, Qupperneq 39
ERLEND i i VÍÐSJÁ wammU BANGLA DESH I síðasta hefti Réttar var rætt um kosning- arnar í Pakistan og múgmorð Yahya Khan. Síðan hefur það gerzt sem alkunna er að Indland skarst í leikinn með frelsisherjum Bangla Desh og sigraði her Yahya Khan í Austur-Pakistan á hálfum mánuði og frelsaði landið. Hefur stjórn Bangla Desh nú tekið við þar og í janúar 1972 kom Mujibar Raha- man, leiðtogi þeirra og forseti Bangla Desh, heim til höfuðborgarinnar Dacca, en í Vest- ur-Pakistan, var Yahya Khan steypt eftir ó- farirnar. Tók Bhutto þar við forsetavöldum og hefur látið þjóðnýta stórfyrirtæki og hand- taka mikið af einokunarherrum hinna 22 fjöl- skyldna (sjá Rétt síðast bls. 166—167). Auk allra almennra morða vestur-pakist- anska hersins í Austur-Pakistan, kom og í ljós að þeir höfðu myrt um 200 helztu menntamenn Bangla Desh til þess að reyna þannig að brjóta þjóðina á bak aftur með því að uppræta blómann af menntalýð henn- ar. Róttækir stúdentarskæruliðar Bangla Desh neituðu að afhenda ríkisstjórninni vopn sín. Þeir eru margir taldir kommúnistar. Hins- vegar virðast jafnt þeir sem stjórnarliðið treysta á að Mujibar Rahaman takist að sam- eina þjóðina eftir heimkomuna. En það getur orðið erfitt verk. Reynslan sýnir að þótt hægt sé að halda þjóð saman í frelsisbaráttu hennar Svipmyndir frá hryðjuverkum vestur-pakistanskra hersins i Bangla Desh. 215

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.