Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 42

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 42
INNLEND SSB VÍÐSJÁ ■Is 1 SAMNINGAR Samningar tókust milli fulltrúa AlþýSu- sambands Islands og atvinnurekenda 4. des- ember. Hafði samningaþóf þá staðið lengi yfir og verkfallsboðun verkalýðsfélaganna hefði tekið gildi 5. desember hefðu samningar ekki tekizt. Atvinnurekendur voru tregir til samninga allan tímann, eða þar til sýnt var að ríkisstjórnin mundi ekki sýna þeim neina linkind heldur hafði hún lagt áherzlu á nauðsyn samninga tafarlaust. Niðurstöður samninganna voru í aðalatriðum þessar: 1. Vinnuvikan var stytt í 40 stundir. Var þetta atriði bæði í samningunum og eins í lögum sem samþykkt voru á alþingi í des- ember að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. 2. Orlofstíminn lengdur í 4 vikur, orlof verður 8Vi% frá og með áramótum. Einnig þetta atriði var ákveðið með lögum frá al- þingi. 3. Almennar launahækkanir skulu verða í þremur áföngum: Fyrst 4% strax við und- irritun samninganna, eða frá 1. desember. Þá komi 4% launahækkun I. júní 1972, og loks 6% launahækkun 1. marz 1973- 4. Auk almennu launahækkananna var samið um sérstaka hækkun lægri launa. Er láglaunahækkunin þannig að lægsni launin fá 4% aukahækkun sem fer svo lækkandi eftir ákveðinni reglu unz náð var 18018 kr. á mánuði. Þá kom til í samningunum taxta- tilfærslur þannig að launahækkunin nam frá 14—21% á öllu samningstímabilinu að því er kom fram á fundi Dagsbrúnar, sem sam- þykkti samningana. 5. Samið var til tveggja ára. 6. Sérkröfur verkalýðsfélaganna sem ófrá- gengnar voru 4. desember voru látnar bíða sérstakrar samningsgerðar. Sú samningsgerð stendur enn yfir þegar þetta er skrifað, en samningunum átti að verða lokið 15. janúar. Verkalýðsfélögin afsöluðu sér ekki mögu- leika til verkfallsboðunar ef samningar tækj- ust ekki um sérkröfurnar. Um samninga verkalýðsfélaganna: Sjá Þjóðviljinn 17. desember. VERKFÖLL Vegna hinna víðtæku samninga við verka- lýðsfélögin tókst því að mestu leyti að afstýra verkföllum. Það tókst þó ekki alveg: Bóka- gerðarmenn hófu verkföll á miðnætti að- faranótt 6. desember. Stóð vinnustöðvun þeirra fram undir kvöld 16. desember, en fyrstu dagblöð komu út eftir verkfallið 17. desember. I lok nóvember hófst verkfall farmanna og hefur staðið á annan mánuð þegar þetta er skrifað. Samninganefnd far- manna gekk frá samkomulagi við skipafé- lögin laugardaginn 8. jánúar. Það samkomu- lag var lagt fyrir farmenn í atkvæðagreiðslu á mánudag, en var fellt. A sáttafundi á mið- vikudag var síðan lögð fram sáttatillaga, sem var lögð fyrir farmenn til afgreiðslu á fimmtudag. 218

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.