Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 37

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 37
sóknar í þessu máli og hafði sínar eigin hug- myndir um hvernig Seðlabankinn skyldi vera og beygði forusta Framsóknar sig fyrir hon- um. — Það varð því jafnlítið úr því að gerð væri „heildaráætlun um framkvæmdir" eins og „endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins og kosningalaga", sem líka var lofað í mál- efnasamningnum. — Framsókn hafði þá enn ckki lært það, sem 12 ára „útlegð" vonandi er búin að kenna henni nú. Hinsvegar tókst án heildaráætlana að vinna það þjóðnytjastarf að útrýma atvinnu- leysinu, sem var tilfinnanlegt út um allt land 1956. Komu þar fyrst og fremst til stórhuga aðgerðir, sem stuðlað var að af hálfu Lúð- víks Jósepssonar, sem þá var sjávarútvegs- og viðskiptamálaráðherra, m.a. með því að láta smíða 12 togskip, 250—300 smálestir, í Austur-Þýzkalandi og stuðla í hvívetna að stóraukningu fiskveiðiflotans. En næsta áratuginn eftir að Framsókn sprengdi vinstri stjórnina 1958, fluttu þing- menn hennar mörg frumvörp um áætlunar- búskap. Mætti því ætla að nauðsyn hans sé þeim nú ljós. IV. OG NÚ? Og nú reynir enn einu sinni á hvernig til tekst. Framkvæmdastofnun ríkisins á að „hafa á hendi heildarstjórn fjárfestingarmála og framkvæmdir í atvinnumálum" og „gera áætlanir til langs tíma um þróun þjóðarbús- ins" svo og framkvæmdaáætlanir til skemmri tíma. Þjóðartekjur Islendingar voru 1970 42 160 miljónir króna. Fjárfesting þar af var 10 210 miljónir króna. Er það svipuð fjárfesting hlutfallslega og var áratuginn 1961—70. Þessi fjárfesting skiptist í framleiðslufjárfest- ingu annarsvegar og neyzlufjárfestingu hins- vegar, en undir hið síðara er talið íbúðarhús og fjárfesting í þjónustustarfsemi, þ. á m. verzlunarhús etc. Hlutfall milli framleiðslu- fjárfestingar og neyzlufjárfestingar hefur löngum verið allt annað á Islandi en nálæg- um löndum og svo er enn. I Danmörku og Svíþjóð var t.d. hlutfallið þannig að 25— 34% var neyzlufjárfesting, en 75—66% framleiðslufjárfesting (árin 1950—54), en á Islandi hefur hlutfallið oft verið ca. 55% neyzlufjárfesting en 45% framleiðslufjár- festing og var 1961—70 51% neyzlufjár- festing og 49% framleiðslufjárfesting. Hinum miklu verðmætum, sem til fjár- festingar fara á Islandi, hefur oft verið varið af lítilli fyrirhyggju. Annarsvegar farið með of fjár í fjárfestingu í óhóflegum verzlunar- og skrifstofuhúsum og hinsvegar ætt með algeru fyrirhyggjuleysi og tómu braski í „framleiðslu'-fjárfestingu eins og margskon- ar „gler"-æfintýri sýna bezt og rekja má slóð eftir um allt landið. Það er því vissulega hin brýnasta nauðsyn að öll fjárfestingarstarfsemi þjóðarinnar sé tekin til algerrar endurskoðunar og þaul- hugsað hvernig viturlegast verði varið þeim miklu fjárupphæðum, sem þjóðarbúið ver til þessarar lífsnauðsynlegu starfsemi: yfir 10 miljörðum króna á ári. Afturhaldið hrópar að vanda í heimsku sinni um ríkisafskipti! Sú borgarastétt, sem biður ríkið um 85—90% lán til togara- kaupa, og samsvarandi aðstoð á öllum svið- um atvinnulífsins ætti að láta vera að óskap- ast yfir ríkisafskiptum, sízt af öllu þegar vitað er að þorri svokallaðra atvinnurekenda vonast svo eftir því að 12% verðbólga á ári haldi áfram og ríkið gefi þeim þannig smá- saman hin verðmætu atvinnutæki að mestu. 213

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.