Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 2

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 2
lýtur forustu Sjálfstæðisflokksins og einkum Morgunblaðsliðsins, með al- gerri ringulreið I öllum viðbrögðum sínum. Þar ægir saman lýðskrumskenndu yfirboði og afturhaldssömu nöldri, en mest áberandi er þó hið algera ábyrgð- arleysi hjá borgarastétt, sem á þó enn að heita yfirstétt í landinu. Það mun vart þekkjast í allri auðvalds-Evrópu atvinnurekendastétt, sem í senn heimt- ar hækkað verð á öllum vörum og þjónustu og óskapaot svo í sama mund út af ógnum verðbólgunnar fyrir atvinnulífið. Það er tvennt, sem hér er að verki: Annarsvegar er stór hluti borgarastéttarinnar ábyrgðarlaus gagnvart atvinnulífinu, af því hann á ekki sjálfur féð, sem hann hefur í rekstrinum, — og vill beinlínis láta þetta fé, sem hann hefur að láni frá ríkisbönkum og verklýðssamtökum, falla í gildi í krafti verðbólgu. Og hinsvegar verður for- ysta Sjálfstæðisflokksins, — ef forustu skyldi kalla, — í vaxandi mæli óábyrgir valdastreitumenn, sem eru að slitna úr þeim tengslum við íslenzkt atvinnulíf, sem eitt sinn einkenndi flokkinn. Áróður Morgunblaðs þeirra sýnir bezt að tengsl við erlendan innrásarher og draumur um erlent auðmagn stendur hjarta þeirra nær en ísland og atvinnuvegir þess. Þetta ábyrgðarleysi svokallaðrar yfirstéttar gerir það að verkum að ábyrgð alþýðu á atvinnulífinu og þjóðfélaginu í heild, ábyrgðin á öryggi þess og skipulagi öllu, verður því meiri, — ekki sízt þegar hún hefur aðstöðu til mikilla áhrifa á ríkisstjórn. Samtök verkamanna, starfsmanna og bænda þurfa vel að athuga að það getur fyrr en varir orðið algerlega á þeirra ábyrgð að ráða þróun þjóðfélagsins. Það verður að eyða tortryggni og af- brýðissemi innan þessara samtaka, launahækkanir og launahæð eru ekki bara einskonar ,,stöðutákn“ (,,status-symbol“) og víxlhækkanir ekki varan- legar umbætur, — heldur ríður á að bæta raunverulega hag þessara vinn- andi stétta allra á kostnað auðvalds innan lands og utan og á kostnað ring- ulreiðar, glundroða og óhófsbákns í atvinnulífi og yfirbyggingu þjóðfélagsins. Sjálfstjórn verkalýðs og allra vinnandi stétta á eigin atvinnulífi er það, sem þær þurfa að búa sig undir einmitt nú. ★ Hlutverk ,,Réttar“ er að hjálpa til að efla þann þroska alþýðu, þekkingu og víðsýni, sem hún þarf að öðlast til þess að stjórna þjóðfélaginu sjálf. Einn þáttur þess víðsýnis er að horfa um heima alla, hvar sem alþýða berst fyrir lífi sínu og rétti, ,,kenna til í stormum sinnar tíðar," og finna að sú barátta er einnig vor. I þessu hefti er því mikið fjallað um þá, sem berjast gegn yfir- drottnun amerísks auðvalds eins og við. — ,,Réttur“ á því erindi til allrar alþýðu, allra hugsandi manna. Hann treystir á velunnara sína að útbreiða hann nú meir og betur en nokkru sinni fyrr. Þetta hefti var síðbúið sökum prentaraverkfalls, en 1. og 2. hefti 1972 fylgja fljótt á eftir þessu. Janúar 1972.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.