Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 45

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 45
lendrar íhlutunar og í samræmi við aðstæð- urnar eftir stríð, með það fyrir augum, að bæta kjör alþýðunnar. 4. Um friðsamlega endursameiningu Víetnam og samskipti Norður og Suður svæðanna a) Endursameining Víetnam skal nást stig af stigi á friðsamlegan hátt, með viðræð- um og samningum milli svæðanna beggja, án þess að aðilarnir beiti þving- unum eða landsvæðaátökum, og án er- lendrar íhlutunar. Þar til endursameining næst, munu Norður- og Suðursvæðin taka upp eðli- leg samskipti, tryggja frjálsar ferðir, frjálsar póstsamgöngur, frjálst búsetuval og halda uppi efnahags- og menning- arlegum tengslum með sameiginlega hagsmuni og samhjálp fyrir augum. Ur öllum þessum málum er lúta að hinum tveim svæðum mun verða skorið af réttmæmm fulltrúum víetnömsku þjóðarinnar á hinum tveim svæðum sam- kvæmt samningum, án erlendrar íhlutun- ar. b) Samkvæmt skilmálum Genfar-samnings- ins um Víetnam frá 1945, um tíma- bundna skiptingu lándsins í tvö svæði, munu Norður- og Suður-svæðin ekki ganga í hernaðarbandalag með erlendum ríkjum, þau munu ekki leyfa neinu er- lendu ríki að hafa herstöðvar, hermenn eða hafa starfsmenn hers á landi sínu, og þau munu ekki viðurkenna vernd neins ríkis, hernaðarbandalags eða hern- aðarblokkar. 5. Um utanríkisstefnu friðar og hlutleys- is fyrir Suður-Víetnam Suður-Víetnam mun taka upp utanríkis- stefnu friðar og hlutleysis og stofna til tengsla við öll lönd án tillits til pólitískrar eða félagslegrar stjórnar, í samræmi við hinar fimm frumreglur friðsamlegrar sambúðar; Suður-Víetnam mun eiga efnahagsleg og menningarleg samskipti við öll lönd; Suður- Víetnam mun taka þátt í samstarfi með er- lendum ríkjum um hagnýtingu landsgæða Suður-Víetnam; Suður-Víetnam mun þiggja frá öllum löndum efnahagslega og tæknilega aðstoð án nokkurra pólitískra skilyrða; og Suður-Víetnam mun taka þátt í svæðis- bundnu efnahagslegu samstarfi. Samkvæmt þessum ákvæðum munu Suð- ur-Víetnamar og Bandaríkin, að loknu stríði, taka upp samskipti á pólitískum, efnahags- legum og menningarlegum sviðum. 6. Um eyðileggingu, sem Bandaríkin hafa valdið víetnömsku þjóðinni á hinum tveim svæðum Bandaríska stjórnin verður að bera fulla ábyrgð á því tjóni og eyðileggingu sem hún hefur valdið víetnömsku þjóðinni á hinum tveim svæðum. 7. Um virðingu og alþjóðiega tryggingu samninganna sem gerðir verða Hlutaðeigendur skulu semja um hvernig samningar, sem gerðir verða, skuli virtir og tryggðir á alþjóðavetrvangi." — sv. 221

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.