Réttur


Réttur - 01.10.1971, Qupperneq 23

Réttur - 01.10.1971, Qupperneq 23
var stéttabaráttan mjög hörð í Bandaríkjunum. Mik- ill fjöldi verkamanna, einnig kvenna og barna þeirra, var drepinn í hörðum verkfallsátökum þess- ara ára og óspart voru þeztu baráttumenn hreyfing- arinnar dæmdir i fangelsi, sem þeir sátu i árum saman. Einn af kunnustu leiðtogum I.W.W. var þá William Haywood (,,Big Bill"), hann var dæmdur i 20 ára fangelsi, en tókst að komast úr landi til Sovétrikjanna 1921. Var hann veikur af sykursýki og vildi bera beinin þar. Dó hann 1928 og er aska hans í Kremlmúrnum. Bezti foringi ameriska verkalýðsins á þessum árum var Eugene Debs. „Róttur" minntist hans á 100 ára afmæli hans 1955 og prentaði þá einnig kvæði Stephans G. til hans, er hann var dæmdur i fangelsi 1918 fyrir andstöðu sína gegn stríðinu, og tók 66 ára að aldri að afplána 10 ára fangelsis- dóm. Hann var forsetaefni amerísku alþýðunnar og fékk um 920 þúsund atkvæði sem forseti, meðan hann sat í fangelsi 1920, hæstu atkvæðatölu, sem sósíalisti hefur fengið í þeim kosningum. Banda- ríkjaauðvaldið fékk aldrei bugað Eugene Debs, en það eyðilagði heilsu hans. Hann var farinn að heilsu, er forsetinn náðaði hann 1921 og dó 1926. 5. Sacco og Vanzetti Dómsmorðið á þessum tveim ítölsku innflytjend- um er vafalaust alræmdasta dómsmorð amerískrar sögu og mótmælin gegn þessum réttarglæp víð- tækari og alþjóðlegri en nokkur önnur. Árið 1920 var framið rán og morð i bæ I Massachusetts. Tveir ítalskir verklýðssinnar, stjórn- leysingjar að skoðun, Nicola Sacco og Bartolomeo Vanzctti, voru kærðir fyrir morð. Og þó 28 vitni sönnuðu sakleysi þeirra voru þeir dæmdir til dauða. Bak við dómarann Thayer stóð FBI, hin alræmda leynilögregla Bandaríkjanna, og forstjóri hennar Edgar Hoover, sem haldið hefur áfram alla þessa áratugi ofsóknum sinum og réttarglæpum. Nú hófst mótmælabarátta, sem sífellt reis hærra og hærra. Hún hófst með fámennum fundi, 25 manna, í litlum sal i New York og hafði Elisabet Flynn skipulagt hann og talaði þar. Óx nú mót- mælahreyfingin og breiddist smámsaman til flestra landa heims. I sjö ár stóð þetta strið, — i sjö ár sátu Sacco og Vanzetti dauðadæmdir i klefum JOE HILL Mig dreymdi í nótt ég sú Joe Hill, hinn sanna verkamann. „En þú ert löngu látinn, Joe?" „Ég lifi," sagði hann. „Ég lifi," sagði hann. „í Salt Lake City," sagði ég, „þar sátu auðsins menn og dcemdu þig að sínum sið." „Þú sérð ég lifi enn. Þú sérð ég lifi enn!" „En, Joe, þeir myrtu," mœlti ég, „þeir myrtu — skutu þig." „Þeim dugar ekki drápsvél nein, Þeir drepa aldrei mig. Þeir drepa aldrei mig!" Sem lífsins björk svo beinn hann stóð, og bliki úr augum sló. „Þeir skutu," sagði ’ann, „skutu mig. En skot er ekki nóg. En sko t er ekki nóg!" „Joe Hill deyr aldrei!" sagði hann. „I sál hvers verkamanns hann kveikti Ijós, sem logar skcert. Þar lifir arfur hans. Þar lifir arfur hans! Frá íslandi til Asiu, frá afdal fram á svið þeir berjast fyrir betri tíð. Ég berst við þeirra hlið. Ég berst við þeirra hlið!" Mig dreymdi í nótt ég sá Joe Hill, hinn sanna verkamann. „En þú ert löngu látinn, Joe?" „Ég lifi," sagði hann. „Ég lifi," sagði hann. Einar Bragi Sigurðsson þýddi. 199

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.