Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 29
Frá fangelsi i Banda-
rikjunum. Vopnaðir
verðir og oft á tiðum
hermenn gæta
fangabúðanna.
els, — eins reynir það í dag að stimpla alla þá
sem landráðamenn, sem vilja losna við morð-heri
Bandaríkjanna úr löndum sinum.
Sama undirlægjuháttarins gætir einnig hjá út-
varpinu í fréttavali. Hve oft skyldi þar hafa verið
rætt um fanga þá úr morðsveitum Bandarikjanna,
sem sendir hafa verið í flugvélum að tilefnislausu
til Norður-Víetnam til að hella eitri yfir akra og
myrða konur og börn, — en hve sjaldan um sak-
iausa fanga I dýflissum Bandaríkjanna.
Baráttan gegn dómsmorðunum í Bandarikjunum,
— þeim, sem þegar eru framin og þeim, sem nú
eru yfirvofandi, — er þáttur í baráttunni gegn
hættunni é fasisma þar. Baráttan fyrir að frelsi lif
Angelu Davis er ekki aðeins barátta fyrir að frelsa
unga, stórgáfaða og hámenntaða konu úr klóm
ofstækismanna og afturhaldsseggja, forrikra, hroka-
fullra valdníðinga frá Ronald Reagan til Nixon, —
heldur og þáttur í frelsisbaráttu allra kúgaðra
þjóðflokka og undirstétta í heiminum. Andspyrnan
gegn ofsóknum, ofríki og yfirdrottnun ameríska aft-
urhaldsins er einnig baráttan fyrir að frelsa ís-
land undan áhrifum þess, firra þjóð vora þeirri
hættu og svívirðingu að verða fótaþurrka og varð-
stöð þessa valdóða ríkis.
Óargadýr ameríska auðvaldsins er nú aðþrengt.
Það læzt draga landher sinn burt frá Vietnem í því
skyni að láta Asíumenn um að drepa Asíumenn, en
ætlar sjálft að myrða ódýrt úr flugvélum sínum og
tala um frið. Nixon smjaðrar nú fyrir Rússum og
Kínverjum á víxl I trausti þess að æsa þá sem bezt
hvorn gegn öðrum, en fá sjálfur að myrða í friði
á meðan — í Vietnam og heima fýrir.
Það er því bezt fyrir islendinga og alla, sem unna
frelsi og friði, að vera á verði og láta engan fag-
urgala blekkja sig.
Angela Davis er í dag táknið fyrir allt, sem frelsa
þarf úr klóm hernaðaræðis og fasisma: tákn æsku,
fegurðar, visinda, — tákn hinna kúguðu kynstofna
og stétta.
Að bjarga lifi hennar úr helgreipum amerisks
ofstækis væri stórt skref í þá átt að stöðva fram-
rás fasisma, bjarga jafnt Bandarikjunum sem mann-
kyni öllu frá þeim voða að fasisminn næði tökum
á voldugasta herbákni heims.
HEIMILDIR:
Angela Davis: ,,lf they come in the morning."
Orbach and Chambers. London 1971.
Anthony Bimba: The history of the American work-
ing class. International Publishers New York
1927.
Elisabet Gurley Flynn: I speak my own plece.
Autobiography of ,,the Rebel Girl'.
Howard Fast: The American. A legend from the
Middle West.
Upton Sinclair: Boston. A Novel. Long Beach.
California. 1928.
Eugene Debs. (Speeches of E. D.): Voices of
Revolt. International Publishers. 1928.
Steve Nelson: The 13th juror.
205