Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 16

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 16
SIGURÐUR RAGNARSSON: Málssóknin gegn Angelu Davis Angela Davis í fjötrum. Hér í „Rétti" hefur áður verið vikið að máli Angelu Davis og málatilbúnaði ákæru- valdsins gegn henni („Réttur", 1971, 2. og 3. hefti). Er það mjög að vonum, þar sem mál hennar hefur vakið heimsathygli. Má með sanni segja, að mál þetta hafi með næsta ótvíræðum hætti leitt í ljós ýmsar uggvæn- legar staðreyndir um þjóðfélagsþróunina í Bandaríkjunum þessi misserin. Æ fleiri, ekki einungis kommúnistar og sósíalistar, heldur einnig menn úr röðum frjálslyndra og rót- tækra borgara, þykjast sjá þess stöðugt fleiri merki, að bandarískt þjóðfélag sigli hraðbyri í átt til fasistiskra stjórnarhátta. Þessu til staðfestingar er bent á stöðugt harkalegri valdbeitingu bandarískra stjórnvalda, jafnt út á við, t. d. í styrjöldinni í Indó-Kína, sem inn á við, t. d. gegn réttindabaráttu blökku- manna og andófshreyfingu stúdenta. Jafn- framt þessu hefur valdsvið lögreglunnar ver- ið aukið og almenn lýðréttindi verið skert. Þróunin síðustu misserin sýna glöggt, að tjáningar- og skoðanafrelsi hefur mjög verið skert í Bandaríkjunum og hefur þetta einkum bitnað harkalega á öllum þeim pólitísku bar- áttusamtökum, sem haldið hafa uppi andófi gegn ríkjandi þjóðfélagskerfi og hinni opin- beru stjórnarstefnu. Jafnframt hafa félagar í slíkum samtökum orðið þess áþreifanlega varir, að réttarfarið í Bandaríkjunum er æði spillt og réttaröryggið ekki upp á marga fiska. Núverandi valdhafar virðast loka augunum æ fastar fyrir þeim geigvænlegu félagslegu vandamálum, sem hvarvetna blasa við í auð- ugasta ríki heims, ekki hvað sízt í þeim fá- tækrahverfum stórborganna, sem einkum eru byggð af blökkumönnum. Lausnarorð Nixons og ráðgjafa hans er loforð um að halda uppi „lögum og reglu" og er þá ekki verið að sýta það, þótt þetta verði að gerast með 192

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.