Réttur


Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 6

Réttur - 01.10.1971, Blaðsíða 6
Nefndin lét áætla heildarkostnað vegna þeirra breytinga, sem hún lagði til og töldust það vera 311 miljónir kr. — O — Ekki er hægt að ljúka tryggingaannál árs- ins 1971 án þess að bæta því við að 1. janúar janúar 1972 var framkvæmt það ákvæði lagabreytinganna frá síðasta vori að hækka bæmr til samræmis við kauphækkanir innan 6 mánaða. Aður hafði ráðherra verið heimilt en ekki skylt að framkvæma slíka hækkun. Síðasta bótahækkun var í ágúst og hækkunin 1. janúar er miðuð við hækkun á vikukaupi þeirra verkamanna sem voru í 3. flokki Dags- brúnar, en urðu í fyrsta flokki eftir samn- ingana í desember. Hækkun á kaupi þessara manna með vísitölubótum nam 10% frá ágúst til desember og um þá prósentutölu hækka allar bætur nema fjölskyldubæmr 1. janúar. Eftir þessa hækkun verður almennur elli- og örorkulífeyrir 6468 kr. á mánuði. Bæmr munu svo aftur hækka til samræmis við kauphækkanir 1. júlí en áætlaður kostn- aður vegna þessara tveggja hækkana er 270 miljónir kr. 182

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.