Réttur


Réttur - 01.10.1971, Qupperneq 9

Réttur - 01.10.1971, Qupperneq 9
Viðhorf ungs fólks til alþjóðamála eru gjörólík sjóndeildarhring hinna eldri. Þessi gjörólíku viðhorf skýra jafnframt, hví ný kyn- tafl stórveldanna. Með samþykkt Atlantshafs- samningsins skuldbatt Island sig til þess að gerast sjálfkrafa ófriðarþjóð, ef til styrjaldar kæmi. I maí 1951 var afsal landsréttindanna innsiglað með bandaríska hernáminu. Opin- berlega er að vísu talað um bandaríska herinn sem varnartið og varnarstöð, en á tímum kjarnorkuvopna er aðeins hœgt að líta á her- stöðvar sem árásarstöðvar. Aflsmunur her- velda í dag er aðeins fólginn í mismunandi mcetti til að eyðileggja aðra. Allar varnir reynast harla fánýtar. Nú kann einhver að reyna að hugga sig við það, að barizt verði á gamaldags vísu, en ekki gripið til kjarn- orkuvopna. Þeim sem þannig hugsa er skylt að minnast þess, að allar hernaðaráætlanir risaveldanna miðast við notkun gjöreyðingar- vopna. Herstöðvar á Islandi gera landið að skotmarki í slíkum hernaðaráætlunum og því er fásinna að bendla hugtakið öryggi við her- stöðvarmálið. Tilvist kjarnorkuvopnabirgða stórveldanna, sem duga ríflega til að leggja heiminn í rúst, hefur á síðari árum ýtt undir þá afstöðu einkum nýfrjálsra ríkja að lýsa yfir hlutleysi í átökum stórveldanna og friðlýsa svæði sín gagnvart hernaðarbrölti. Þegar Island var innlimað í hernaðarnet bandaríska herveldisins, þá kölluðu margir mætir menn þjóðina til varnar og verndar íslenzku þjóðerni. Sumir þessara herramanna, eru ekki í baráttunni meðal okkar í dag, þeir hafa sofnað á verðinum. Hins vegar hefnr ný kynslóð kvatt sér hljóðs, kynslóð er titur á það sem lífsskyldu sína að endurheimta landsréttindin.

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.