Réttur


Réttur - 01.08.1981, Qupperneq 2

Réttur - 01.08.1981, Qupperneq 2
þekkingar sinnar og valds. — í Austurþýska Alþýðulýðveldinu er t.d. nú þegar fyrirskipað að gróðursetja ýmist eitt eða tvo tré í stað hvers eins sem höggið er. Auðvaldsskipulagið er orðið margföld lifshætta fyrir mannkynið. Þar, sem ekki tekst að útrýma því og koma á frelsi og jöfnuði, framsýni og bræðralagi sósíalismans í staðinn, verður a.m.k. að reyna að halda skað- semis öflum þess svo í skefjum að þaó valdi ekki gervöllu mannkyni fjör- tjóni. * Hér heima verður að beisla þau brjálsemisöfl blindra Bandaríkjaþjóna, sem vilja gera ísland að blóðugri atómstöð í þeirri styrjöld, sem Bandaríkja- stjórn ætlar Evrópu að eyðast í. Það er komið nokkurt hik á þessa erindreka hinna staurblindu ofstækismanna í Washington. Það er því hægt að hindra framkvæmd banaráöanna, sem þjóð vorri eru brugguð, ef þjóðin rís upp öll af krafti þess, er á lif sitt að verja. Samtimis gengur stéttastríðið hér heima sinn gang. Verkalýðurinn er nógu sterkur til að knýja fram kauphækkanir — og meirihluti hans, lág- launafókið, þarfnast þeirra varanlega. En yfirstéttin hefur nógu sterk tök á atvinnutækjunum, efnahagslífinu yfirleitt til þess ýmist að hindra nauðsyn- legar kauphækkanir með hótunum um stöðvun atvinnulífsins, eða gera þær að engu á eftir — eins og áratuga reynsla sýnir — með aukinni dýrtíð. Hins- vegar reynist yfirstéttinni erfiðara að eyðileggja þau réttindi, byggingar og aðrar umbætur, sem verkalýðurinn knýr fram í kaupdeilum. Verkalýðurinn verður, til þess að ná varanlegum kjarabótum fyrir lág- launafólkið, að beita pólitísku valdi til þess að létta þeirri byrði af vinnandi fólki, sem of stór, of frek og gagnslítil yfirstétt er. Þurfum við, rúmlega 200 þúsund íslendingar, virkilega upp undir þúsund heildsala, þrjú olíufélög, 15—16 tryggingafélög, 6—8 banka og allt þetta fargan yfirstéttarbáknsins, sem er að sliga okkur? Og þarf ekki að vera eitthvað vit í skipulagningu at- vinnurekstrarins, svo hann geti gengið snuðrulaust? Það er stórfelldrar þjóðfélagsbreytingar þörf, til þess að tryggja varan- lega stórhækkun kaups og stórbætt kjör láglaunastéttanna. Og til þess að knýja slíkt fram þurfa öll stéttasambönd hinna vinnandi stétta og flokkar þeir, er þeim vilja hjálpa, að standa saman í stjórnmálabaráttunni sem einn maður og það til frambúðar. 11. okt. 1981 114
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.