Réttur - 01.08.1981, Side 8
íslensk menning honum raunverulega hug-
sjón, íslensk tunga honum dýrgripur, sem
hvorttveggja þyrfti að varðveitast heiminum
og kynna þjóðunum í réttu ljósi.
Ég man alltaf eftir, er hann kom í fyrsta
skipti til íslands og við tókum á móti honum,
er hann steig út úr flugvélinni. Þá voru hans
fyrstu orð: ,,Nú tölum við héðan af bara ís-
lensku” og svo varð það allan tímann. Ég
veit að það hefur verið honum ógleymanlegt
að fá að sjá þetta land, sem hann i fjarska
hafði dreymt svo um, í þvi unaðslega fagra
haustveðri, sem fylgdi okkur alla leiðina
norður, Skagafjörðurinn skartaði ekki hvað
síst öllu sínu fegursta, er hann opnaðist, er
ofan kom að styttu Stephans G.
Vænt þótti honum um að hitta nú þá
fræðimenn eins og Einar Ólaf Sveinsson pró-
fessor og aðra sem hann hingað til hafði
aðeins lesið eftir — öll þeirra rit — og geta
rætt við þá um hugðarefni þeirra.
Þó gæti ég trúað að eftirminnilegast fyrir
hann hafi verið það, sem hann upplifði í Há-
skólabíó á þeirri 15 ára afmælishátíð Mír,
sem hann var heiðursgestur á. Húsið var full-
skipað, m.a. mættir flestir ráðherrar við-
reisnarstjórnarinnar.
Þar hélt Stéblin-Kaménskij ræðu á
íslensku, þar sem hann ekki aðeins fór svo
innfjálgum orðum um dýrmæti íslenskrar
menningar að mörgum, ef ekki flestöllum
hefur hitnað óvenjulega um hjartaræturnar,
heldur hét á tungunnar heitustu orðum á
þjóðina að standa vörð um menningu sína og
málið ylhýra, um manngildið, frelsishvötina
og fegurðina, sem varðveist hafði til þessa
dags, þrátt fyrir alt. — Þær stórfenglegu,
fagnandi undirtektir, sem þessi ógleyman-
lega ræða fékk held ég hafi sannfært Stéblin-
Kaménskij um að þessi skirskotun hans átti
Mir Sagi
}e*wu jeyt&ti utt.
tvttia tottt
x.
fr m. UU
opu l.uotv EJO. O
ftwbtc VfVrpUity
TttwW’bott ctnoa. m
t»af grn aiCu.trr tor
% «t tmnta .ettjat* m ftre
5 Cmb ^rrjtmA i jí tfana
ftttftr alltv f’CT' ér feonc
rÆ L
p pmp.fc
íH.tj*bTrac.; hrt
\t) aÚ’tior
ok Ga tmo ijttV
fet. i)vi tfo attf
Sariij.aí.|.4 y
ar xn&
*rí
M. H. CTEEAHH-KAMEHCKHH
imm HCMHAHH
Kullura Islandíi
120